Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fös 30. ágúst 2024 10:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sociedad gerir lokatilraun til að fá Orra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Real Sociedad er í viðræðum við FCK um kaup á Orra Steini Óskarssyni. Ítalski fjölmiðlamaðurinn, Matteo Moretto, sem starfar hjá Relevo á Spáni greinir frá.

Moretto segir að um lokatilraun spænska félagsins sé að ræða enda lokar félagaskiptaglugginn í dag.

Orri hefur verið orðaður við Sociedad að undanförnu og gaf FCK það út á miðvikudag að tilboð hefði borist frá Spáni.

Orri varð tvítugur í gær og eru augu margra félaga á honum. Hann kom inn af bekknum í gær þegar FCK tryggði sér sæti í Sambandsdeildinni.

Girona og Porto hafa einnig verið sterklega orðuð við Orra. Verðmiðinn er sagður vera um 20 milljónir evra, en mögulega hefur sú upphæð hækkað á síðustu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner