Heimild: TV2
Hjá FCK hefur hann staðið sig virkilega vel. Í september í fyrra fékk hann svo kallið í A-landsliðið og var fljótur að koma sér á blað þar.
Orri Steinn Óskarsson er á óskalista marga öflugra félaga í Evrópu í dag. Real Sociedad, Girona og Porto eru hvað mest orðuð við hann þessa dagana en um helgina var greint frá því að Orri væri á blaði hjá Manchester City, sem er auðvitað systurfélag Girona. Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu lokar á morgun.
Orri fagnar tvítugsafmælinu í dag. Hann fagnar því í Skotlandi þar sem hann byrjar reyndar á bekknum gegn Kilmarnock í leik liðanna um sæti í Sambandsdeildinni að ári.
Orri fagnar tvítugsafmælinu í dag. Hann fagnar því í Skotlandi þar sem hann byrjar reyndar á bekknum gegn Kilmarnock í leik liðanna um sæti í Sambandsdeildinni að ári.
TV2 í Danmörku ræddi við fyrrum þjálfara Orra hjá Gróttu í dag. Orri er uppalinn hjá Gróttu, var þar þangað til FCK keypti hann haustið 2019 eftir að Orri hafði hjálpað Gróttu að komast upp í efstu deild í fyrsta sinn.
Halldór Árnason var aðstoðarþjálfari meistaraflokks þegar Orri var að hefja sinn feril og Magnús Örn Helgason var þjálfari hans í yngri flokkum. Þegar Orri var að koma upp hjá Gróttu hafði enginn úr unglingastarfi Gróttu náð að spila A-landsleik. Orri spilaði sinn fyrsta landsleik síðasta haust. Hann var þá annar uppaldi leikmaður Gróttu til að spila með landsliðinu, Hákon Rafn Valdimarsson var þá búinn að spila vináttuleiki.
„Hann sýndi takta sem fengu okkur til að hugsa….kannski verður hann sá sem fer alla leið," sagði Magnús sem er í dag yfirmaður fótboltamála hjá Gróttu. En það er eitt að sýna hæfileika ungur, það er svo annað að þróa þá áfram og ná alla leið í gegn.
„Við höfðum ekki möguleikann á því að bera hann saman við einhvern sem hafði þegar þróast í það að verða stjarna. En við gerðum okkur vonir," sagði Magnús.
Það var faðir Orra, Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem gaf honum fyrstu tækifærin með meistaraflokki þegar Grótta var í 2. deild.
„Orri var ekki eldri en þrettán ára, en það var mjög skýrt mjög snemma hversu að hann gæti orðið eitthvað. Hann var mjög, mjög hraður og fær tæknilega," sagði Halldór.
„Orri spilað marga leiki á miðri miðjunni, jafnvel þó að allir vissu að hann myndi verða framherji sem myndi skora mörk. En þjálfararnir hjá Gróttu, og faðir hans meðtalinn, lögðu mikla áherslu á að hann myndi spila á miðjunni til að þróa fleiri þætti í hans leik. Meðvitund og tæknilegir hlutir. Hann þurfti að læra meira en bara að skora mörk. Það er mín skoðun þá er þetta eitt af því sem hefur hjálpað honum að verða fjölhæfari leikmaður, eins og hann er í dag. Hann hefur þróast enn meira og þess vegna er hann núna framherji sem skorar mörk fyrir FCK," sagði Halldór.
„Hann hefur lagt mjög mikið á sig og á virkilega skilið að vera á þeim stað sem hann er á núna. Ég held að fyrir suma hefði síðasta tímabil verið erfitt, en hann höndlaði það mjög vel. Hann kvartaði aldrei, heldur tók sín tækifæri þegar þau komu."
„Ég hef engar áhyggjur af honum þegar kemur að andlega þættinum. Ég held að hann sé búinn að undirbúa sig fyrir þetta allt sitt líf með hjálp fjölskyldu sinnar," sagði Halldór.
Athugasemdir