Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. ágúst 2024 08:57
Elvar Geir Magnússon
Versti gluggi Newcastle eftir eigendaskiptin
Mynd: EPA
BBC spjallaði við Matthew Renton, stuðningsmann Newcastle, nú í morgunsárið. Hann segir að þessi sumargluggi sé versti gluggi félagsins síðan Sádi-Arabarnir keyptu félagið.

Newcastle hefur fengið inn sex leikmenn í sumar, þar á meðal Lewis Hall og Odysseas Vlachodimos.

Mikil orka hefur farið í að reyna að landa enska landsliðsmiðverðinum Marc Guehi en viðræður við Crystal Palace gengið erfiðlega og ólíklegt að hann fari til Newcastle í dag.

Eddie Howe notaði orð eins og 'erfitt', 'viðkvæmt' og 'pirrandi' þegar hann var beðinn um að lýsa glugganum hjá Newcastle.

Enskir fjölmiðlamenn segja að Howe hafi augljóslega verið pirraður á fréttamannafundi í morgun.

Gluggadagurinn er í dag. Glugganum verður lokað í enska, spænska og ítalska boltanum klukkan 22:00 í kvöld. Þýska glugganum verður lokað klukkan 18 og franska 21.


Athugasemdir
banner
banner
banner