Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 30. september 2020 13:47
Sverrir Örn Einarsson
Gary reyndi að ryðjast inn í klefa Keflavíkur
Lengjudeildin
Gary Martin stóð í ströngu gegn Keflavík
Gary Martin stóð í ströngu gegn Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Talsverð læti urðu við búningsherbergi liðanna eftir 3-1 sigur Keflavíkur á ÍBV í gær. Eins og Fótbolti.net fjallaði um í gær var Gary Martin sem skoraði mark ÍBV í leiknum ósáttur við framkomu leikmanns Keflavíkur eftir leik og svaraði færslu á twitter þar sem hann sakaði leikmanninn um virðingarleysi í sinn garð og að hafa flúið inn í klefa að því loknu.

„Nei, sumir leikmenn kunna ekki að bera virðingu, þeir öskra eitthvað um mig, hlaupa svo inn í klefa og þora ekki að koma út," skrifar Gary á Twitter.

„Einn af leikmönnum Keflavíkur öskraði eitthvað eins og tík, hljóp í burtu og vildi ekki koma út þegar ég fór að leita að honum."

Fréttaritari Fótbolta.net varð vitni að æsingnum sem fylgdi þar sem Gary gerði ítrekaðar tilraunir til þess að ryðjast inn í klefa Keflvíkinga á meðan hann jós fúkyrðaflaumi inn um hurðina.
Aðrir leikmenn og starfslið ÍBV áttu fullt í fangi með að halda aftur af bálreiðum Gary sem vel má heyra í í bakgrunninum á viðtali Víkurfrétta við Frans Elvarsson fyrirliða Keflavíkur.

Að endingu tókst liðsfélögum Gary þó að draga hann af vettvangi og inn til búningsherbergis en þó má heyra í Gary ósáttum í viðtali Fótbolta.net við Helga Sigurðsson þjálfara ÍBV eftir að mestu lætin voru yfirstaðin.

Sjá einnig:
Gary Martin: Sumir kunna ekki að bera virðingu
Framtíð Gary Martin ræðst á því hvort ÍBV fer upp eða ekki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner