mið 30. september 2020 20:27
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Bayern vann Ofurbikarinn
Mynd: Getty Images
Dortmund 2 - 3 FC Bayern
0-1 Corentin Tolisso ('18)
0-2 Thomas Müller ('32)
1-2 Julian Brandt ('39)
2-2 Erling Braut Haaland ('55)
2-3 Joshua Kimmich ('82)

Borussia Dortmund og FC Bayern mættust í leiknum um þýska Ofurbikarinn á Allianz Arena í München.

Corentin Tolisso kom heimamönnum í Bayern, sem voru þó skráðir sem útilið, yfir snemma leiks og tvöfaldaði Thomas Müller forystuna með skallamarki eftir fyrirgjöf frá Alphonso Davies.

Julian Brandt minnkaði muninn fyrir leikhlé eftir að Dortmund hafði unnið boltann með hápressu. Erling Braut Haaland átti einfalda stoðsendingu.

Í síðari hálfleik vann Dortmund boltann aftur hátt uppi og náði Thomas Delaney að þræða hann í gegn á Haaland sem skoraði úr dauðafæri og staðan orðin jöfn, 2-2.

Bæjarar voru aðeins betri í leiknum og gerði Joshua Kimmich sigurmarkið á 83. mínútu. Markið var afar skrautlegt þar sem Kimmich gerði ótrúlega vel að sparka knettinum í netið í miðju falli. Hann missti jafnvægið og féll fram á við en náði þó að skora.

Þetta var í sjöunda sinn sem Bayern og Dortmund mætast í leiknum um þýska Ofurbikarinn frá 2010. Bayern hefur sigrað fjórum sinnum og Dortmund þrisvar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner