Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   lau 30. september 2023 19:48
Brynjar Ingi Erluson
Dómarasambandið viðurkennir mistök í rangstöðumarki Díaz
Mynd: Getty Images
Enska dómarasambandið, PGMOL, hefur viðurkennt að mistök voru gerð þegar mark Luis Díaz var dæmt af gegn Tottenham í Lundúnum í dag.

Díaz skoraði á 34. mínútu eftir sendingu frá Mohamed Salah, en þá var Liverpool manni færri.

Simon Hooper, dómari leiksins, flautaði markið af um leið og var atvikið skoðað örstutt af VAR áður en rangstaðan var staðfest.

Jürgen Klopp. stjóri Liverpool, sagði í viðtali eftir leik að VAR-dómararnir hafi teiknað línurnar vitlaust, en hann hafði eitthvað til síns máls því enska dómarasambandið hefur nú viðurkennt að markið átti að standa.

„PGMOL viðurkennir að veruleg mannleg mistök áttu sér stað í fyrri hálfleik í leik Tottenham og Liverpool. Vallardómarar dæmdu mark Luis Díaz af vegna rangstöðu. Þetta voru klár og augljós mistök og hefði markið átt að standa í gegnum VAR — en þar mistókst VAR að grípa inn í.“

„PGMOL mun hefja fulla rannsókn á kringumstæðunum sem leiddu að mistökunum.“

„Þá mun PGMOL hafa samband við Liverpool eftir leik og viðurkenna mistökin,“
segir í yfirlýsingu dómarasambandsins.

Dómarasambandið tekur þarna fram að VAR hafi ekki gripið inn í, en Gary Neville, lýsandi á Sky Sports, segir að lýsendur hafi fengið upplýsingar í gegnum eyrnatæki að VAR væri búið að skoða atvikið og markið dæmt af. Þá sagði hann að þessa skoðun hafa tekið allt of stuttan tíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner