De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   lau 30. september 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Liverpool heimsækir Tottenham
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem fjörið hefst á viðureign Aston Villa gegn Brighton í hádeginu.

Þar eru tvö spennandi lið að mætast sem eru bæði með markmið um að enda í efri hluta deildarinnar og berjast um Evrópusæti á tímabilinu.

Manchester United spilar svo annan heimaleik sinn á fjórum dögum gegn Crystal Palace, eftir sigur á Old Trafford í deildabikarnum í vikunni. Arsenal heimsækir Bournemouth á meðan Englandsmeistarar Manchester City kíkja til Úlfanna.

Það eru fleiri áhugaverðir slagir á dagskrá þar sem Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley heimsækja sterkt lið Newcastle á meðan West Ham spilar við nýliða Sheffield United og Everton og Luton eigast við í fallbaráttuslag.

Að lokum er komið að stórleik helgarinnar, þegar Tottenham tekur á móti Liverpool. Bæði lið hafa farið vel af stað á nýju tímabili og ríkir gríðarleg eftirvænting fyrir þessa viðureign.

Heimamenn í Tottenham vonast til að lykilmenn sínir James Maddison og Son Heung-min verði búnir að ná sér af meiðslum í tæka tíð fyrir upphafsflautið, en þeir eru báðir tæpir eftir landsleikjahléð. Ólíklegt er að Brennan Johnson taki þátt og þá eru Ivan Perisic og Rodrigo Bentancur einnig meðal meiddra.

Leikir dagsins:
11:30 Aston Villa - Brighton
14:00 Everton - Luton
14:00 Newcastle - Burnley
14:00 West Ham - Sheffield Utd
14:00 Bournemouth - Arsenal
14:00 Man Utd - Crystal Palace
14:00 Wolves - Man City
16:30 Tottenham - Liverpool
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 11 3 1 31 12 +19 36
2 Liverpool 14 9 4 1 32 14 +18 31
3 Man City 14 9 3 2 36 16 +20 30
4 Aston Villa 14 9 2 3 33 20 +13 29
5 Tottenham 14 8 3 3 28 20 +8 27
6 Newcastle 14 8 2 4 32 14 +18 26
7 Man Utd 14 8 0 6 16 17 -1 24
8 Brighton 14 6 4 4 30 26 +4 22
9 West Ham 14 6 3 5 24 24 0 21
10 Chelsea 14 5 4 5 25 22 +3 19
11 Brentford 14 5 4 5 22 19 +3 19
12 Wolves 15 5 3 7 20 25 -5 18
13 Crystal Palace 14 4 4 6 14 19 -5 16
14 Fulham 14 4 3 7 16 26 -10 15
15 Nott. Forest 14 3 4 7 16 22 -6 13
16 Bournemouth 14 3 4 7 16 30 -14 13
17 Luton 15 2 3 10 14 28 -14 9
18 Everton 14 5 2 7 15 20 -5 7
19 Burnley 15 2 1 12 15 33 -18 7
20 Sheffield Utd 14 1 2 11 11 39 -28 5
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner