Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 30. nóvember 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Jákvæður hausverkur fyrir Southgate - „Foden og Rashford eiga að byrja“
Phil Foden.
Phil Foden.
Mynd: Getty Images
Alan Shearer segir að einu vandamál Gareth Southgate landsliðsþjálfara Englands séu af jákvæðum toga. Margir geri tilkall til að byrja leikinn gegn Senegal í 16-liða úrslitum HM á sunnudagskvöld.

„Liðið hefur mikla trú og það er frábært að sjá. Liðið virðist á allan hátt vera á góðum stað," segir Shearer en England vann 3-0 sigur gegn Wales í gær.

„Southgate gaf Phil Foden og Marcus Rashford tækifæri í byrjunarliðinu og sagði hreinlega 'Yfir til ykkar, ég vil sjá hvað þið getið gert' og þeir sýndu honum það."

„Raheem Sterling, Bukayo Saka og Jack Grealish gera tilkall til að byrja gegn Senegel en ég býst við að Foden og Rashford verði í byrjunarliðinu. Þeir gerðu klárlega nægilega mikið. Rashford skoraði tvö frábær mörk og það er ánægjuefni að Foden hafi líka skorað."

Southgate hefur fengið gagnrýni fyrir ákvarðanatökur sínar í leikjum en Shearer hrósar honum fyrir það sem hann gerði í leiknum í gær.
Athugasemdir
banner
banner