Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
   mið 30. nóvember 2022 21:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mac Allister: Ég mun aldrei gleyma þessu
Mynd: EPA

Alexis Mac Allister leikmaður Brighton kom Argentínu yfir í upphafi síðari hálfleik gegn Póllandi í kvöld en leiknum lauk með 2-0 sigri Argentínu.


Mac Allister er búinn að spila 10 landsleiki en þetta var fyrsta mark hans í búningi Argentínu.

„Mjög ánægður með að skora mitt fyrsta mark fyrir Argentinu. Dagurinn í dag var frábær fyrir mig og mína fjölskyldu. Þetta er stórt augnablik fyrir mig og ég mun aldrei gleyma þessu," sagði Mac Allister.

Þessi 23 ára gamli leikmaður lék sinn fyrsta landsleik árið 2019.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner