Argentína mætir Ástralíu í 16 liða úrslitum eftir að hafa unnið C-riðilinn eftir sigur á Póllandi í kvöld.
Lionel Messi segir að Ástralía verði sýnd veiði en ekki gefin.
„Leikurinn gegn Ástralíu verður erfiður. Allir geta unnið alla, það er allt jafnt. Við verðum að undirbúa okkur fyrir leikinn eins og alla hina," sagði Messi.
Argentína er í 3. sæti heimslistans á meðan Ástralía er í 38. sæti en það er ekki spurt af því þegar komið er í úrslitakeppni HM eins og Messi bendir á.
Athugasemdir