Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 30. nóvember 2023 13:19
Elvar Geir Magnússon
Mótmæli og fjölmennt lið lögreglu fyrir utan Kópavogsvöll
Mótmælendur fyrir utan Laugardalsvöll.
Mótmælendur fyrir utan Laugardalsvöll.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mótmælin eru fyrir utan aðalinnganginn.
Mótmælin eru fyrir utan aðalinnganginn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Núna klukkan 13 í dag hófst leikur Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv frá Ísrael í Sambandsdeildinni. Fyrir utan Kópavogsvöll, þar sem leikurinn fer fram, er hópur fólks að mótmæla.

Stríðsátök geysa fyrir botni Miðjarðarhafs, milli Ísralesmanna og Palesínumanna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Maccabi Tel Aviv

Félagið Ísland – Palestína og hreyfingin BDS Ísland standa fyrir mótmælum sem hafa yfirskriftina: „Gefum þjóðarmorði Ísraels á Gaza rauða spjaldið!" en nokkuð er um rauð spjöld í Kópavoginum.

„Ísraelska fótboltaliðið er hér sem fulltrúar Ísraelsríkis, sem hefur nú drepið amk 15.000 almenna borgara á Gaza, þar af a.m.k. 5.600 börn. Það er algjörlega óásættanlegt að ríki sem kemur fram af svo mikilli grimmd gagnvart annarri þjóð skuli fá að senda fulltrúa sína á íþróttakappleik hingað til lands," segir við viðburðinn á Facebook þar sem boðað var til þessara mótmæla.

Einnig er mættur hópur sem sýnir Ísrael stuðning og nokkrir mættir með þjóðfána Ísraels fyrir utan leikvanginn. Fjölmennt lið lögreglu er á staðnum og mikill viðbúnaður en yfirlögregluþjónn sagði við RÚV að leikurinn hefði verið áhættumetinn hátt.

„Það er gríðarlega mikið magn af lögreglufólki í kringum völlinn út af mótmælum. Það er fólk fyrir utan völlinn með fána Ísrael og svo er miklu fleira fólk með fána Palestínu. Andrúmsloftið er spennuþrungið," skrifar Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson fréttamaður Fótbolta.net sem er á Kópavogsvelli.

Stór palestínskur fáni hefur verið settur upp á áberandi stað við girðinguna við völlinn svo hann sést mjög vel í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum. Gæslan er fljót að gera þá palestínsku fána sem eru innan girðingar upptæka.

Leikurinn er spilaður á sérstökum tíma þar sem hann var færður frá Laugardalsvelli yfir á Kópavogsvöll og þar standast flóðljósin ekki kröfur UEFA. Mótmælin hefðu væntanlega verið enn fjölmiðlari ef upphaflegi leiktíminn hefði staðið.

Haukur Gunnarsson ljósmyndari Fótbolta.net er í Kópavoginum og tók myndirnar með fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner