Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   sun 30. nóvember 2025 23:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Mbappe bjargaði stigi fyrir Real Madrid
Mynd: EPA
Real Madrid missti toppsætið til Barcelona um helgina en liðið missteig sig gegn Girona í kvöld.

Girona komst yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar Azzedine Ounahi skoraði með föstu skoti úr teignum. Kylian Mbappe kom boltanum í netið stuttu áður en markið var dæmt af.

Real Madrid sótti hart að marki Girona í seinni hálfleik en það var ekki fyrr en á 67. mínútu sem Real fékk vítaspyrnu og Mbappe skoraði og jafnaði metin.

Hann var nálægt því að tryggja liðinu sigur í blálokin en skaut hárfínt framhjá markinu.

Real Sociedad er áfram án Orra Steins Óskarssonar, liðið tapaði á grátlegan hátt gegn Villarreal þar sem sigurmarkið kom þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Þá fögnuðu Espanyol og Real Betis sigrum.

Real Sociedad 2 - 3 Villarreal
0-1 Ayoze Perez ('31 )
0-2 Alberto Moleiro ('57 )
1-2 Carlos Soler ('60 )
2-2 Ander Barrenetxea ('87 )
2-3 Alberto Moleiro ('90 )

Girona 1 - 1 Real Madrid
1-0 Azzedine Ounahi ('45 )
1-1 Kylian Mbappe ('67 , víti)

Celta 0 - 1 Espanyol
0-1 Kike Garcia ('86 )

Sevilla 0 - 2 Betis
0-1 Pablo Fornals ('54 )
0-2 Sergi Altimira Clavell ('68 )
Rautt spjald: Isaac Romero Bernal, Sevilla ('84)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 18 15 1 2 51 20 +31 46
2 Real Madrid 18 13 3 2 36 16 +20 42
3 Atletico Madrid 18 11 4 3 33 16 +17 37
4 Villarreal 16 11 2 3 31 15 +16 35
5 Espanyol 17 10 3 4 22 17 +5 33
6 Betis 17 7 7 3 29 19 +10 28
7 Celta 17 5 8 4 20 19 +1 23
8 Athletic 18 7 2 9 16 24 -8 23
9 Elche 17 5 7 5 23 20 +3 22
10 Sevilla 17 6 2 9 24 26 -2 20
11 Getafe 17 6 2 9 13 22 -9 20
12 Osasuna 17 5 3 9 17 20 -3 18
13 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
14 Alaves 17 5 3 9 14 20 -6 18
15 Vallecano 17 4 6 7 13 20 -7 18
16 Real Sociedad 17 4 5 8 21 25 -4 17
17 Valencia 17 3 7 7 16 26 -10 16
18 Girona 17 3 6 8 15 33 -18 15
19 Oviedo 17 2 5 10 7 26 -19 11
20 Levante 16 2 4 10 17 29 -12 10
Athugasemdir
banner
banner