Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 31. janúar 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Atlanta vann kapphlaupið um sóknarmann Celtic
Mynd: EPA

Bandaríska fótboltafélagið Atlanta United er að festa kaup á gríska sóknarmanninum Giorgos Giakoumakis frá Celtic.


Giakoumakis var afar eftirsóttur af félögum í Asíu og Norður-Ameríku en að lokum var það Atlanta sem bauð best.

Sky Sports heldur því fram að Atlanta borgi rúmlega 4 milljónir punda fyrir leikmanninn sem hefur gert 26 mörk í 57 leikjum með Celtic. Það er um það bil tvöfalt meira en Celtic borgaði til að kaupa hann af VVV Venlo í Hollandi. 

Giakoumakis var aðeins hjá Venlo í eitt tímabil en tókst að skora 29 mörk í 33 leikjum - þar af komu 26 mörk í 30 leikjum í efstu deild hollenska boltans.

Þessi 28 ára gamli Grikki, sem á 2 mörk í 11 landsleikjum, er þegar búinn að samþykkja samningstilboð frá Atlanta. Hann var næstum genginn til liðs við Urawa Red Diamonds á dögunum og stóðst læknisskoðun en endar hinu megin við Kyrrahafið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner