Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   þri 31. janúar 2023 11:35
Elvar Geir Magnússon
Cancelo frá Man City til Bayern München (Staðfest)
Joao Cancelo í treyju Bayern.
Joao Cancelo í treyju Bayern.
Mynd: Bayern München
Það er staðfest. Portúgalski bakvörðurinn Joao Cancelo hefur gengið í raðir Bayern München frá Manchester City. Hann fer til Bayern á lánssamningi en Þýskalandsmeistararnir eru með ákvæði um að geta keypt hann á 61,5 milljónir punda næsta sumar.

Spiltími þessa 28 ára leikmanns hafði farið minnkandi hjá City og fjallað var um ósætti milli hans og Pep Guardiola, stjóra City.

„Bayern er frábært félag, eitt stærsta félag heims. Það er mér mikil hvatning að spila með þessum mögnuðu leikmönnum í liði. Ég veit fyrir hvað félagið stendur, það lifir fyrir titla og vill vinna á hverju ári. Árangur drífur mig einnig áfram og ég mun gera mitt besta fyrir Bayern," segir Cancelo sem fer í treyju númer 22.

Hasan Salihamidzic, stjórnandi hjá Bayern, hafði þetta að segja við heimasíðu Bayern:

„Við erum virkilega ánægð með að Joao Cancelo muni nú spila fyrir Bayern. Hann kemur á láni en við erum með möguleika á að kaupa hann alfarið næsta sumar. Við höfum horft til Cancelo í nokkurn tíma og hrífums af hans hæfileikum. Hann passar vel inn í leikstíl okkar með sínum sóknarleik og dínamík. Hans karakter og reynsla passa einnig vel inn," segir Salihamidzic.

Bayern er á kunnuglegum stað í toppsæti þýsku deildarinnar, stigi á undan Union Berlín.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir
banner
banner