Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   þri 31. janúar 2023 11:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói Berg framlengir við Burnley
Mynd: Burnley
Burnley tilkynnti í dag að Jóhann Berg Guðmundsson hefði skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið.

Nú gildir samningur Jóhanns út næsta tímabilið, fram á sumarið 2024. Möguleiki er svo á eins árs framlengingu. Samningurinn sem var í gildi átti að renna út í sumar.

Landsliðsmaðurinn er í miklum metum hjá stjóranum Vincent Kompany.

Jóhann er 32 ára kantmaður sem hefur komið við sögu í 20 af 28 deildarleikjum Burnley á tímabilinu. Liðið er í toppsæti Championship deildarinnar, hefur unnið átta leiki í röð og stefnir á sæti í deild þeirra bestu á nýjan leik.

Jóhann á að baki 82 landsleiki og sneri til baka í landsliðið í nóvember eftir rúmlega ársfjarveru.

Hann kom til Burnley frá Charlton sumarið 2016.



Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 28 17 7 4 61 31 +30 58
2 Middlesbrough 28 15 7 6 42 29 +13 52
3 Ipswich Town 27 14 8 5 47 24 +23 50
4 Hull City 27 14 5 8 45 39 +6 47
5 Millwall 28 13 7 8 32 35 -3 46
6 Preston NE 28 11 10 7 36 29 +7 43
7 Watford 27 11 9 7 38 32 +6 42
8 Stoke City 28 12 5 11 33 25 +8 41
9 Wrexham 28 10 11 7 40 35 +5 41
10 Derby County 28 11 8 9 38 36 +2 41
11 Bristol City 28 11 7 10 38 31 +7 40
12 QPR 28 11 7 10 38 39 -1 40
13 Birmingham 28 10 8 10 38 37 +1 38
14 Leicester 28 10 8 10 39 41 -2 38
15 Southampton 28 9 9 10 40 40 0 36
16 Swansea 28 10 6 12 31 35 -4 36
17 Sheffield Utd 27 10 2 15 36 40 -4 32
18 Charlton Athletic 27 8 8 11 27 34 -7 32
19 West Brom 28 9 4 15 31 43 -12 31
20 Norwich 28 8 6 14 35 40 -5 30
21 Portsmouth 26 7 8 11 23 36 -13 29
22 Blackburn 27 7 7 13 25 36 -11 28
23 Oxford United 27 5 9 13 25 35 -10 24
24 Sheff Wed 27 1 8 18 18 54 -36 -7
Athugasemdir
banner
banner