Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. janúar 2023 20:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sabitzer lentur í Manchester og er í læknisskoðun núna
Marcel Sabitzer.
Marcel Sabitzer.
Mynd: Getty Images
Austurríkismaðurinn Marcel Sabitzer er lentur í Manchester og er núna staddur á æfingasvæði Man Utd, Carrington.

Þar er hann að gangast undir læknisskoðun fyrir félagaskipti sín yfir til United frá þýska stórveldinu Bayern München.

Sabitzer er fjórði kosturinn inn á miðsvæðið hjá Bayern en Leon Goretzka og Joshua Kimmich spila þar flesta leiki. Ryan Gravenberch er svo næstur í röðinni á undan Sabitzer.

Sabitzer er 28 ára Austurríkismaður sem kom til Bayern frá RB Leipzig sumarið 2021. Hann á að baki 68 landsleiki. Á þessu tímabili hefur hann skorað eitt mark í 24 leikjum í öllum keppnum með Bayern. Hann getur leyst margar stöður á vellinum en hefur oftast spilað á miðri miðjunni.

Hann kemur til með að fylla í skarðið sem Christian Eriksen skilur eftir sig á meðan hann er meiddur næstu vikurnar. Donny van de Beek er einnig frá vegna meiðsla út þessa leiktíð og mikilvægt fyrir Man Utd að fá inn miðjumann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner