Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafði Elfsborg áhuga á því að fá Lúkas J. Blöndal Petersson í sínar raðir frá þýska félaginu Hoffenheim.
Lúkas er aðalmarkvörður U21 landsliðsins og var fyrr í þessum mánuði með A-landsliðinu í Bandaríkjunum. Lúkas er nítján ára og á að baki fimmtán leiki fyrir yngri landsliðin.
Lúkas er aðalmarkvörður U21 landsliðsins og var fyrr í þessum mánuði með A-landsliðinu í Bandaríkjunum. Lúkas er nítján ára og á að baki fimmtán leiki fyrir yngri landsliðin.
Lúkas verður tvítugur eftir rúma viku. Elfsborg var að skoða að fá hann inn í markvarðateymið sitt en sú upphæð sem Hoffenheim vill fá fyrir kappann er of há svo áhuginn hefur dvínað.
Hjá Hoffenheim ver Lúkas mark varaliðsins sem spilar í fjórðu efstu deild.
Elfsborg hefur gert breytingar á markvarðateymi sínu í vetur. Hákon Rafn Valdimarsson var auðvitað seldur til Brentford á Englandi og varamarkvörðurinn Tim Rönning fór til Halmstad.
Isak Pettersson var fenginn frá Stabæk og Melker Uppenberg (21 árs) er annar markvörður.
Eggert Aron Guðmundsson er leikmaður Elfsborg og Andri Fannar Baldursson er á láni hjá félaginu fram á mitt sumar.
Athugasemdir