Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. mars 2020 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rummenigge: Gæti gerst í Grimmsævintýri - „Erum ekki á basarnum"
Mynd: Getty Images
„Þar sem ég hef heyrt sögusagnir um að við viljum láta David Alaba fara til Manchester City fyrir Leroy Sane verð ég að svara því," byrjar Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern Munchen.

Háværar sögusagnir hafa verið um það í um það bil ár að Bayern vilji fá Leroy Sane til sín og að undanförnu hafa heyrst sögusagnir um að David Alaba gæti farið til City í skiptum.

„Ég verð að segja það hreint út: Þetta gæti gerst í Grimmsævintýri og á sér enga stoð í raunveruleikanum."

„Ég vil að það komi skýrt fram að þetta kemur ekki til greina frá okkar hlið, við erum ekki á basarnum,"
sagði Rummenigge við TZ.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner