Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 31. mars 2021 12:00
Magnús Már Einarsson
Kvennalandsliðið mætir Ítalíu tvisvar
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur staðfest að íslenska kvennalandsliði spili tvo vináttuleiki við Ítalíu í apríl.

Tilkynnt hafði verði að Ísland myndi spila við Ítalíu og annað ónefnt lið í ferðinni en nú er ljóst að leikirnir verða tveir við Ítalíu.

Báðir leikirnir verða leiknir á Enzo Bearzot vellinum í Coverciano, en þar er æfingasvæði ítölsku landsliðanna staðsett.

Um er að ræða fyrstu leikina hjá Þorsteini Halldórssyni sem landsliðsþjálfari.

Markverðir
Sandra Sigurðardóttir | Valur | 34 leikir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Örebro | 1 leikur
Telma Ívarsdóttir | Breiðablik

Varnarmenn
Hafrún Rakel Halldórsdóttir | Breiðablik
Elísa Viðarsdóttir | Valur | 38 leikir
Anna Björk Kristjánsdóttir | Le Havre | 43 leikir
Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard | 89 leikir, 6 mörk
Guðrún Arnardóttir | Djurgarden | 8 leikir
Guðný Árnadóttir | Napoli | 8 leikir
Hallbera Guðný Gísladóttir | AIK | 117 leikir, 3 mörk
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir | Breiðablik | 2 leikir

Miðjumenn
Karitas Tómasdóttir | Breiðablik | (Kölluð inn fyrir Söru Björk)
Andrea Rán Hauksdóttir | Le Havre | 10 leikir, 2 mörk
Dagný Brynjarsdóttir | West Ham | 90 leikir, 29 mörk
Berglind Rós Ágústsdóttir | Örebro | 1 leikur
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Orlando Pride | 76 leikir, 10 mörk
Alexandra Jóhannsdóttir | Eintracht Frankfurt | 10 leikir, 2 mörk
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Bayern Munich | 4 leikir, 1 mark

Sóknarmenn
Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Le Havre | 48 leikir, 6 mörk
Elín Metta Jensen | Valur | 54 leikir, 16 mörk
Agla María Albertsdóttir | Breiðablik | 33 leikir, 2 mörk
Sveindís Jane Jónsdóttir | Kristianstad | 5 leikir, 2 mörk
Hlín Eiríksdóttir | Pitea IF | 18 leikir, 3 mörk
Athugasemdir
banner
banner
banner