Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 31. mars 2021 16:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeild kvenna: Barcelona áfram þrátt fyrir tap gegn City
Barcelona er komið áfram.
Barcelona er komið áfram.
Mynd: Getty Images
Manchester City W 2 - 1 Barcelona W
1-0 Janine Beckie ('20 )
1-1 Asisat Lamina Oshoala ('59 )
2-1 Sam Mewis ('68, víti)

Manchester City hafði betur gegn Barcelona í síðari leik liðanna í átta-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna.

Staðan eftir fyrri leikinn var 3-0 fyrir Börsunga en Man City náði að minnka muninn í einvíginu strax á 20. mínútu þegar Janine Beckie skoraði.

Staðan var 1-0 í hálfleik en Asisat Lamina Oshoala jafnaði metin fyrir Barcelona á 59. mínútu. Þá þurfti City að skora fjögur mörk til viðbótar hið minnsta en það tókst ekki. Sam Mewis kom City aftur yfir með marki úr vítaspyrnu en lengra komst enska liðið ekki og lokatölur 4-2 samanlagt í þessu einvígi.

Barcelona og Chelsea eru komin áfram í undanúrslit. Á morgun mætast Íslendingaliðin Bayern München og Rosengård en þar er Bayern með 3-0 forystu.

Lyon og PSG mætast svo í seinni leik sínum 17. apríl en þar er Lyon með 1-0 forystu eftir fyrri leikinn sem var heimaleikur PSG.

Sjá einnig:
Barcelona er 18-0 og ætlar að steypa Söru og stöllum af stóli
Athugasemdir
banner
banner
banner