Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 31. mars 2021 10:00
Magnús Már Einarsson
Vesna leggur skóna á hilluna
Vesna í leik með Val.
Vesna í leik með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vesna Elísa Smiljkovic, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir 25 ára meistaraflokksferil en Heimavöllurinn greinir frá þessu í dag.

Hin 38 ára gamla Vesna er fædd í Serbíu en kom fyrst til Íslands og lék með Keflavík sumarið 2005. Vesna vakti strax athygli fyrir knattspyrnuhæfileika sína og átti eftir að vera áberandi í íslenskum fótbolta næstu árin.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Vesna Elísa Smiljkovic

Eftir fjögur ár í Keflavík fór Vesna til Þór/KA, síðan lá leið hennar til ÍBV, þá Vals og loks til Fylkis þar sem hún endar glæsilegan ferilinn. Vesna lék 252 mótsleiki og skoraði 94 mörk í deild og bikar.

Vesna var einnig öflug með serbneska landsliðinu og er leikjahæsti leikmaður liðsins frá upphafi með 79 leiki og 17 mörk. Árið 2014 varð Vesna íslenskur ríkisborgari.

„Til hamingju með frábæran feril Vesna Elísa og takk fyrir okkur!" segir á Facebook síðu Heimavallarins.

Knattspyrnukonan magnaða, Vesna Elísa Smiljkovic, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir 25 ára...

Posted by Heimavöllurinn on Miðvikudagur, 31. mars 2021

Athugasemdir
banner