Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 31. mars 2023 20:42
Brynjar Ingi Erluson
Hildur lék á als oddi í stórsigri Sittard
Hildur skoraði og lagði upp tvö
Hildur skoraði og lagði upp tvö
Mynd: Tobias Giesen/Fortuna Sittard
Hildur Antonsdóttir átti einn sinn besta leik fyrir hollenska úrvalsdeildarfélagið Fortuna Sittard er það kjöldró Telstar, 7-1, í 19. umferð hollensku deildarinnar í kvöld.

Hildur var í byrjunarliði Sittard ásamt Maríu Catharinu Gros Ólafsdóttur.

Hildur lagði upp annað og þriðja mark Sittard í fyrri hálfleiknum en staðan var 3-0 í hálfleik.

Í þeim síðari skoraði Sittard fjögur mörk og gerði Hildur fimmta mark liðsins. Mögnuð frammistaða hjá henni í kvöld en sú besta í kvöld var Tessa Wullaert, sem gerði fimm mörk Sittard í leiknum.

María fór af velli á 63. mínútu leiksins en Hildur lék allan leikinn.

Sittard er í þriðja sæti með 35 stig, ellefu stigum frá toppsætinu.

Guðrún Arnardóttir spilaði þá í vörn Rosengård sem tapaði fyrir Linköping, 4-1, í sænsku úrvalsdeildinni. Rosengård er með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner