Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 31. maí 2021 11:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
400. deildarleikur Helga á ferlinum - 29. Íslendingurinn
Mynd: Haukur Gunnarsson
Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, náði þeim merka áfanga í gær að leika sinn 400. deildarleik á ferlinum. Hann var í byrjunarliðinu gegn Stjörnunni í gær og lék fyrstu 71 mínútuna í leiknum. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Hann er 29. Íslendingurinn frá upphafi sem nær að leika 400 deildarleiki í meistaraflokki. Það er Víðir Sigurðsson á mbl.is sem greinir frá þessu.

Helgi verður fertugur í sumar og hefur verið að frá árinu 1998 ef frá er talið þriggja ára hlé en hann lagði skóna á hilluna árið 2015. Á ferli sínum hefur hann leikið með Fylki, Peterborough, Öster, Elfsborg, Hansa Rostock, AIK, Belenenses og AGF.

Ari Freyr Skúlason og Gylfi Þór Sigurðsson náðu þessu sama afreki fyrr á þessu ári. Arnór Guðjohnsen er leikjahæstur með 523 deildarleiki en ásamt Helga Val hafa Kári Árnason og Pálmi Rafn Pálmason náð að spila 400 deildarleiki af þeim sem nú leika í Pepsi Max-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner