Helgi Sigurðsson er hættur þjálfun Grindavíkur samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Uppfært 12:09:
Grindavík hefur stðafest tíðindin. Í færslu félagsins kemur fram að leit að nýjum þjálfara sé hafin og frekari frétta sé að vænta á næstu dögum.
Lestu um leikinn: Njarðvík 4 - 1 Grindavík
Helgi mun ganga frá samningslokum við Grindavík síðar í dag en ákvörðunin er tekin sameiginlega milli hans og stjórnar Grindavíkur.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver verður eftirmaður Helga en liðið á leik gegn Vestra á miðvikudaginn. Milan Stefán Jankovic hefur verið aðstoðarmaður Helga og má leiða að því líkum að hann stýri æfingum og þeim leik meðan leitað er að eftirmanni.
Grindavík hefur gengið brösulega í Lengjudeildinni upp á síðksatið og ekki unnið leik síðan þeir unnu Ægi á útivelli 22. júní.
Síðan þá hafa komið fimm tapleikir gegn Þrótti, Gróttu, ÍA, Selfossi og Njarðvík og eitt jafntefli gegn Þór. Liðið tapaði gegn Njarðvík 4 - 1 á laugardaginn og það virðist hafa gert út um framtíð Helga með liðið.
Liðið er í 10. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá fallsæti en fyrir mótið var búist við að Grindavík myndi komast upp í efstu deild. Þeir eru hinsvegar líka fjórum stigum frá 5. sætinu sem er umspilssæti í Bestu-deildina þetta árið.
Leit af nýjum þjálfara Grindavíkur er hafin og er frekari frétta að vænta á næstu dögum.
— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) July 31, 2023
Áfram Grindavík!
????????
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |