Jurgen Klopp útilokar að snúa í þjálfun á næstunni og segir engan möguleika á því að hann taki við enska landsliðinu.
Klopp er gestur á þjálfararáðstefnunni í Würzburg og var spurður að því hvaða fyrirspurnir væru komnir á borðið hjá honum.
Klopp er gestur á þjálfararáðstefnunni í Würzburg og var spurður að því hvaða fyrirspurnir væru komnir á borðið hjá honum.
„Engar. Ekkert félagslið eða landslið. Einhverjir hafa misst af því þegar ég sagði að ég væri ekki að fara í þjálfun strax," sagði Klopp.
Klopp, sem lét af störfum sem stjóri Liverpool eftir síðasta tímabil, segist ekki heldur vita hvort hann fari hreinlega aftur í þjálfun.
„Ég mun aftur fara til starfa. Ég er of ungur til að eyða öllum tímanum í að spila Paddle tennis og vera með barnabörnunum. Mun ég fara aftur í að þjálfa? Sjáum hvernig næstu mánuðir þróast."
Athugasemdir