Hollendingurinn stóri og sterki Wout Weghorst er á leið til Trabzonspor í Tyrklandi frá Burnley.
Weghorst raðaði inn mörkum með Wolfsburg í Þýskalandi áður en Burnley keypti hann í janúar fyrir tveimur árum.
Eftir að Burnley féll niður í B-deildina var hann lánaður til Besiktas í Tyrklandi og síðan í Manchester United tímabilið á eftir.
Framherjinn ákvað að spila ekki með Burnley í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og fór í staðinn aftur til Þýskalands þar sem hann lék með Hoffenheim en þar gerði hann 7 mörk í 28 leikjum.
Tyrknesku miðlarnir segja hann nú á leið aftur til Tyrklands en hann er að ganga frá samningum við Trabzonspor. Weghorst er að bíða eftir að félögin nái saman um kaupverð og mun hann í kjölfarið fara í læknisskoðun.
Weghorst 31 árs gamall og fór með hollenska landsliðinu á HM í Katar fyrir tveimur árum og á Evrópumótið í Þýskalandi í sumar.
Athugasemdir