Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
banner
   mið 31. ágúst 2022 22:09
Elvar Geir Magnússon
Gerrard: Auðvitað hef ég áhyggjur af starfinu mínu
Mynd: EPA
Arsenal vann 2-1 sigur gegn Aston Villa í kvöld. Arsenal hafði talsverða yfirburði og hefði getað unnið leikinn mun stærra.

Aston Villa er sem stendur í næst neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, er með þrjú stig eftir fimm leiki.

„Það var mikil bæting í seinni hálfleik og við áttum lofandi sóknir. Douglas Luiz sýndi smá töfra þegar hann jafnaði leikinn en á endanum fengum við á okkur tvö mörk því menn spiluðu varnarleikinn ekki rétt," segir Steven Gerrard, stjóri Aston Villa.

„Markvörðurinn okkar (Emiliano Martínez) hefði getað gert betur í seinna markinu en hann hélt okkur inni í leiknum á löngum köflum. Við þurfum að fara aftur í grunnatriðin."

Gerrard var spurður að því hvort hann hefði einhverjar áhyggjur af starfsöryggi sínu?

„Auðvitað hef ég það. Ég er hreinskilinn og sjálfsgagnrýninn. Ef ég myndi standa hér og segja að ég hefði engar áhyggjur þá myndi ég líta út eins og einhver vera frá annarri plánetu," segir Gerrard.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 24 22 +2 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 31 -23 2
Athugasemdir
banner
banner