Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 31. október 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Jó: Held þetta sé orðið gott hjá mér í fótboltanum
Íslandsmeistaratitlinum 2018 fagnað.
Íslandsmeistaratitlinum 2018 fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Auðvitað er þetta mikið vonbrigðatímabil fyrir Val, það er bara klárt og langt frá væntingum og vonum leikmanna, stuðningsmanna og allra Valsmanna og það er þeirra núna að setjast niður og greina þetta. Ég er svo sem hættur þannig að ég nenni því ekki, læt aðra um það," sagði Ólafur Jóhannesson eftir lokaleik sinn sem þjálfari Vals um helgina. Arnar Grétarsson er að taka við starfinu hjá Val.

Óli er 65 ára og gefur í skyn í viðtalinu að þjálfaraferlinum gæti verið lokið. Hann þjálfaði fyrst í meistaraflokki árið 1990, þá hjá FH.

„Já, ég er með plön fyrir framtíðina en hvað það verður á eftir að koma í ljós. Ég vil ekki deila því núna, ég held þetta sé orðið gott hjá mér í fótboltanum allavega," sagði Óli við Fótbolta.net eftir leikinn gegn KA.

Við Vísi sagði Óli svo eftirfarandi: „Það var gaman að koma í Val aftur en nú er það búið og nú þarf ég bara að fara að vinna í sjálfum mér og meðan ég geri það að þá get ég ekki unnið aðra vinnu. Ég geng mjög sáttur frá borði og nei ég er ekki að fara að taka við öðru liði, það er alveg full vinna og ég get það ekki akkúrat núna."

Á þjálfaraferli sínum hefur Ólafur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari. Þá var hann þjálfari íslenska karlalandsiðsins á árunum 2008-2011.
Óli Jó: Vonbrigðatímabil fyrir Val
Athugasemdir
banner
banner
banner