Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 31. október 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ætlum að spila á gervigrasi á næsta ári" - Tíu lið af tólf í Bestu
Frá Meistaravöllum, heimavelli KR.
Frá Meistaravöllum, heimavelli KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í það að framkvæmdir muni hefjast á Meistaravöllum og gervigras verði lagt á aðalvöll félagsins. Það eru tímamót hjá KR en það var prufuhola tekin á vellinum í dag fyrir framkvæmdir.

„Það var hönnunarhópur út í KR í dag sem er að hefja störf við að hanna völlinn. Við höfum verið í sambandi við verktaka um að taka verkið að sér," segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, við Fótbolta.net í dag.

„Við ætlum að spila á gervigrasi á næsta ári," sagði formaðurinn jafnframt.

Það er þá útlit fyrir að tíu af tólf liðum Bestu deildar karla verði á gervigrasi næsta sumar.

ÍBV er einnig með plön um að leggja gervigras á sinn völl og þá verða aðeins FH og ÍA með náttúrulegt gras á sínum velli.

Í sumar voru níu af tólf liðum með gervigras í Bestu deildinni.

Besta deildin 2025:
Breiðablik - gervigras
Víkingur R. - gervigras
Valur - gervigras
Stjarnan - gervigras
ÍA - náttúrulegt gras
FH - náttúrulegt gras
KA - gervigras
KR - gervigras
Fram - gervigras
Vestri - gervigras
ÍBV - gervigras
Afturelding - gervigras
Athugasemdir
banner
banner
banner