City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   lau 31. desember 2022 13:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Mudryk getur unnið Ballon d'Or"

Roberto de Zerbi stjóri Brighton segir að Mykhaylo Mudryk leikmaður Shakhtar geti orðið besti leikmaður heims í framtíðinni.


De Zerbi þjálfaði hann hjá Shakhtar á sínum tíma en Mudryk er sagður á leið til Arsenal.

Brighton mætir Arsenal á morgun og De Zerbi var spurður út í hann á fréttamannafundi fyrir leikinn.

„Mudryk er frábær leikmaður. Ég kann vel við hann því mér líkar mínir fyrrum leikmenn. Brighton getur ekki keypt hann, Arsenal, ég veit ekki. Ég held að Mudryk geti unnið Ballon d'Or í framtíðinni. Ég veit hvers virði hann er," sagði De Zerbi.


Athugasemdir
banner
banner