fös 13. júlí 2018 14:00
Fótbolti.net
Úrvalslið 1-9 í Pepsi-deild kvenna
Lillý Rut og Elín Metta eru báðar í úrvalsliðinu.
Lillý Rut og Elín Metta eru báðar í úrvalsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Lára Kristín og Berglind Björg eru báðar í liðinu.
Lára Kristín og Berglind Björg eru báðar í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thelma Björk Einarsdóttir.
Thelma Björk Einarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í Pepsi-deild kvenna er hálfnuð en 9. umferðinni lauk fyrr í vikunni. Hér að neðan má sjá úrvalslið umferða 1-9 að mati Fótbolta.net.


Breiðablik sem er á toppi deildarinnar á fjóra leikmenn í úrvalsliðinu. Sonný Lára Þráinsdóttir hefur fengið á sig sex mörk í deildinni. Selma Sól Magnúsdóttir hefur sprungið út í sumar og þá hafa landsliðskonurnar, Agla María Albertsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir séð um að skora mörkin. Þær tvær hafa skorað 13 af 21 marki Breiðabliks í sumar.

Þór/KA er stigi á eftir Breiðablik í 2. sæti deildarinnar og þær eiga þrjá leikmenn í úrvalsliðinu. Í vörninni eru þær Lillý Rut Hlynsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir en Þórs/KA liðið hefur einungis fengið á sig þrjú mörk í sumar. Í fremstu víglínunni er síðan Sandra María Jessen en hún hefur skorað átta mörk í deildinni í sumar, þar af ekkert úr víti.

Valur á einnig þrjá fulltrúa í úrvalsliðinu en liðið er í 3. sæti deildarinnar. Málfríður Erna Sigurðardóttir hefur bundið saman vörn Valsliðsins í sumar og fyrir framan hana hefur Thelma Björk Einarsdóttir átt gott tímabil en hún er að koma til baka eftir erfið meiðsli. Markahæsti leikmaður deildarinnar er síðan í Valsliðinu, Elín Metta Jensen með níu mörk.

Lára Kristín Pedersen er síðan fulltrúi Stjörnunnar í úrvalsliðinu en Stjörnuliðið er í 4. sæti deildarinnar átta stigum á eftir Breiðablik. Fleiri leikmenn í Stjörnuliðinu þurfa að stíga upp ætli þær sér að blanda sér í toppbaráttuna seinni hluta sumars.

Þjálfari úrvalsliðsins er síðan þjálfari toppliðs Breiðabliks, Þorsteinn Halldórsson.

ÚRVALSLIÐ UMFERÐA 1-9:
Sonný Lára Þráinsdóttir - Breiðablik

Málfríður Erna Sigurðardóttir - Valur
Lillý Rut Hlynsdóttir - Þór/KA
Arna Sif Ásgrímsdóttir - Þór/KA

Selma Sól Magnúsdóttir - Breiðablik
Lára Kristín Pedersen - Stjarnan
Thelma Björk Einarsdóttir - Valur
Agla María Albertsdóttir - Breiðablik
Elín Metta Jensen - Valur

Berglind Björg Þorvaldsdóttir - Breiðablik
Sandra María Jessen - Þór/KA

BEKKUR
Sandra Sigurðardóttir - Valur
Ásta Eir Árnadóttir - Breiðablik
Karítas Tómasdóttir - Selfoss
Andrea Rán Hauksdóttir - Breiðablik
Alexandra Jóhannsdóttir - Breiðablik
Harpa Þorsteinsdóttir - Stjarnan
Sandra Stephany Mayor Gutierrez - Þór/KA
Athugasemdir
banner
banner
banner