Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. júlí 2019 13:00
Magnús Már Einarsson
Gunni Borgþórs spáir í 11. umferð Pepsi Max-kvenna
Gunnar Borgþórsson.
Gunnar Borgþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík sækir mikilvægan sigur í kvöld samkvæmt spá Gunna á meðan Breiðablik gerir jafntefli.
Keflavík sækir mikilvægan sigur í kvöld samkvæmt spá Gunna á meðan Breiðablik gerir jafntefli.
Mynd: Anna Þonn - fotbolti.net
Guðrún Arnardóttir var með þrjá rétta þegar hún spáði í 10. umferð í Pepsi Max-deild kvenna í síðustu viku.

Gunnar Borgþórsson, sérfræðingur í Pepsi Max mörkum kvenna, spáir í 11. umferðina sem hefst í kvöld.



Fylkir 0 - 3 Þór/KA (18:00 í kvöld)
Þó að bæði lið hafi dottið út úr bikar er sjokkið klárlega stærra hjá Þór/KA og spurning hvernig og hvort þær hafi náð að sleikja sárin. Ég hef trú á því að Donni leiði liðið sitt áfram í öruggan sigur þar sem leikurinn byrjar rólega en Þór/KA lokar þessum leik snemma í seinni hálfleik.

ÍBV 0 - 1 Keflavík (18:00 í kvöld)
Þetta verður hörku leikur. ÍBV vann fyrri leikinn en það er eitthvað sem segir mér að Keflavík komi sterkara inn í þennan leik. Það er jafnteflis lykt af þessum leik en ég held að Natasha Anasi skori eftir hornspyrnu og Keflavík klári þetta 0-1.

Breiðablik 0 - 0 Selfoss (19:15 í kvöld
Selfoss kemur í Kópavoginn með útþanið brjóst af sjálfstrausti. Liðinu hefur gengið vel og á með sigri möguleika á að komast upp í þriðja sætið. Gæðin eru klárlega meiri í Breiðablik en ég held að hjartað og stemningin sé stærra hjá Selfoss. Bæði lið verða með mikið af kröftugum stuðningsmönnum í stúkunni sem verður 12 maðurinn. Breiðablik tapar óvænt stigum og leikurinn endar í 0-0 jafntefl.

Valur 5 - 1 KR (19:15 í kvöld
Valur heldur áfram á siglingu og fer auðveldlega í gegnum KR í dag. KR stelpur svífa enn á bleiku skýi eftir frábæran árangur í bikarkeppninni. Valur skorar fimm mörk þar sem Elín Metta skorar 2 og leggur upp 2 , Dóra og Hlín skora hin mörkin. KR klórar í bakkann með góðu marki frá Gummu.

HK/Víkingur 0 - 2 Stjarnan (19:15 í kvöld
Spennandi leikur þar sem bæði lið skiptast á góðum sóknum. Stjörnuliðið nær sigri í jöfnum leik og nær loksins í þessi dýrmætu stig sem þær hafa verið að bíða eftir síðan 22. maí. Þær skora tvö mörk seint í seinni hálfleik.

Sjá einnig:
Hörður Snævar Jónssn (5 réttir)
Jóhann Ingi Hafþórsson (4 réttir)
Svava Rós Guðmundsdóttir (4 réttir)
Bjarni Helgason (4 réttir)
Úlfur Blandon (4 réttir)
Guðrún Arnardóttir (3 réttir)
Erna Guðrún Magnúsdóttir (2 réttir)
Sandra María Jessen (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner