Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   lau 09. maí 2020 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chiellini: Balotelli átti skilið löðrung en Melo var verri
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Giorgio Chiellini, fyrirliði Juventus, var að gefa út ævisögu sína og viðurkennir þar að hann hati Inter og gagnrýnir neikvæðan Mario Balotelli og versta af þeim versta Felipe Melo. Ævisagan kmur út í næstu viku og heitir Io, Giorgio.

Chiellini segir frá tveimur sögum í viðtali við La Repubblica. „Það voru tveir leikmenn sem ollu mér vonbrigðum og ég staðfesti allt sem ég segi í bókinni. Balotelli er neikvæð manneskja sem ber enga virðingu fyrir hópnum. Í Álfukeppninni í Brasilíu árið 2013 þá hjálpaði hann aldrei neinum, sama hvað það var. Hann átti skilið að fá löðrung."

„Það var samt einn sem var verri, Felipe Melo: hann var sá versti af þeim verstu. Ég get ekki staðið við bakið á þeim sem sýna enga virðingu, einhverjir sem vildu vera á móti öllu. Með hann í kring þá voru allar líkur á að allt færi í háa loft. Ég sagði stjórninni það: skemmt epli."


Chiellini var spurður hvort þessi opinberun geri honum erfitt fyrir þegar hann hittir Balotelli næst?

„Ég erfi ekki neitt við neinn, ég þarf ekki á því að hadla. Ef ég þarf að deila einhverju með þessum leikmönnum þá mun ég gera það. Ég er ekki besti vinur neins en þeir voru þeir tveir sem gengu of langt."

„Mín skoðun er sú að það er í lagi að spila illa eða fara út á lífið en það er bannað að sýna enga virðingu og vera tómur að innan. Það má gerast einu sinni en ekki oftar."

Athugasemdir
banner
banner
banner