Pep Guardiola sagði eftir 1-1 jafntefli Man City gegn Brighton í gær að Savinho verði líklega frá í allt að tvo mánuði vegna meiðsla.
Savinho var tekinn af velli á 51. mínútu í jafntefli gegn Sunderland í síðustu viku, hann var ekki með gegn Chelsea um helgina og ekki heldur gegn Brighton í gær.
Savinho var tekinn af velli á 51. mínútu í jafntefli gegn Sunderland í síðustu viku, hann var ekki með gegn Chelsea um helgina og ekki heldur gegn Brighton í gær.
Aðspurður hversu lengi hann yrði frá sagði Guardiola einfaldlega: „Lengi".
Hann var þá spurður hvort hann yrði frá út tímabilið.
„Nei, hvað er þetta. Lengi er lengi en það er ekki heil öld. Einn og hálfan til tvo mánuði, en hann kemur aftur," sagði Guardiola.
Athugasemdir




