Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 31. janúar 2011 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Goal.com 
Guillem Balague: Torres vill þróast meira sem leikmaður
Fernando Torres er líklega á leið frá Liverpool
Fernando Torres er líklega á leið frá Liverpool
Mynd: Getty Images
Guillem Balague, spænskur blaðamaður og bloggari telur ástæðu þess að Fernando Torres, leikmaður Liverpool vilji yfirgefa félagið sé vegna þess að hann vilji þróast meira sem knattspyrnumaður.

Balague, sem er einnig sérfræðingur Sky Sports, telur það víst að Torres hafi vel vitað afleiðingarnar af því að leggja inn beiðni um að fara frá félaginu.

Hann telur að Torres vilji fara til þess að þróast meira sem leikmaður, en hann segir það taka kjark fyrir leikmann eins og hann að leggja inn þessa beiðni vitandi það að hann er dáður og dýrkaður í Liverpool.

,,Fyrir Fernando Torres að stíga þetta skref sem hann gerði með því að leggja inn beiðni um að fara opinberlega og vitandi það hvað hann er dáður og dýrkaður af aðdáendum félagsins þá er það stórt skref," sagði Balague við Sky Sports.

,,Hann gerði þetta því eitthvað var að naga hann og að hann áttaði sig á því að hraði félagsins er ekki réttur hraði sem hann þarf til þess að þróast sem leikmaður. Hausinn á honum segir að hann verði að fara og hann verður að höndla afleiðingarnar sem því fylgir."

Búist var við að Torres yrði áfram eftir að Liverpool hafnaði beiðni hans um að yfirgefa félagið, en svo virðist sem að félagið sé hins vegar reiðubúið til að opna viðræður.

,,Það er ljóst mál að viðræður eru í gangi og það er alla vega möguleiki á að eitthvað gerist en við verðum að bíða þangað til klukkan 23:00 í kvöld til þess að komast að því," sagði hann að lokum.
banner
banner