Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 30. september 2011 08:15
Elvar Geir Magnússon
Heimild: The Sun 
De Gea reyndi að hnupla kleinuhring
Mynd: Getty Images
David de Gea, markvörður Manchester United, er vinsælt umræðuefni á kaffistofum. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur þessi tvítugi spænski leikmaður náð að sýna með frábærum vörslum hvað í hann er spunnið.

De Gea er þó til umfjöllunar á neikvæðan hátt í enska götublaðinu The Sun í morgun. Hann var nefnilega gómaður við búðarhnupl í stórmarkaði Tescos á Englandi.

De Gea var ásamt tveimur spænskum félögum sínum staddur í Tesco og reyndi að laumast út með kleinuhring sem kostar 220 íslenskar krónur. Það gekk ekki betur en svo að hann var gómaður. Hann slapp með tiltal en lögreglan var ekki kölluð til.

Sir Alex Ferguson hefur sýnt De Gea mikinn stuðning þrátt fyrir erfiða byrjun.
banner
banner
banner