Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
banner
   mið 21. desember 2011 05:55
Sebastían Sævarsson Meyer
England - Leikir dagsins: Man Utd fer á Craven Cottage
Tekst Fulham að stríða Man Utd Craven Cottage?
Tekst Fulham að stríða Man Utd Craven Cottage?
Mynd: Getty Images
Það verður stanslaus veisla um jólin í enska boltanum og það verður engin undantekning á því í kvöld en sjö leikir fara fram á svipuðum tíma.

Stoke hefur heldur betur átt góðu gengi að fagna undanfarið og unnið fjóra leiki í röð. Nú er spurning hvort Stoke haldi sigurgöngu sinni áfram en liðið heimsækir topplið Manchester City. Aston Villa og Arsenal eigast við á sama tíma.

Korteri síðar hefst viðureign Fulham og Manchester United, en fyrrnefnda liðið hefur verið þekkt fyrir að stríða stóru liðunum undandarin ár.

Þá fer Liverpool í heimsókn til Wigan og Heiðar Helguson verður að öllum líkindum í fremstu víglínu hjá QPR þegar liðið tekur á móti Sunderland.

Miðvikudagur:
19:45 Aston Villa - Arsenal (Beint á Stöð 2 Sport 4)
19:45 Manchester City - Stoke (Beint á Stöð 2 Sport 5)
19:45 Newcastle - West Brom (Beint á Stöð 2 Sport 6)
20:00 Everton - Swansea
20:00 Fulham - Manchester Utd (Beint á Stöð 2 Sport 2)
20:00 QPR - Sunderland
20:00 Wigan - Liverpool (Beint á Stöð 2 Sport 3)
banner
banner
banner