,,Mér líst vel á klúbbinn og að spila í Pepsi-deildinni. Flottur þjálfari, flott umgjörð og ég tel að þetta sé rétta skrefið fyrir mig," sagði Árni Freyr Guðnason við Fótbolta.net en hann skrifaði í vikunni undir tveggja ára samning við Fylki.
Árni Freyr, sem hefur verið lykilmaður hjá ÍR undanfarin ár, var einnig með tilboð frá ÍBV.
,,Það heillaði mjög mikið og það hefði verið ævintýri að spila á eyjunni fögru en ég held að Fylkir sé betri kostur fyrir mig fótboltalega séð."
,,Ég held að ég fái meiri spiltíma miðað við liðin núna og síðan heilluðu þjálfararnir meira hér í bænum, Ási (Ásmundur Arnarsson) og Haukur Ingi."
Árni Freyr fær næsta sumar tækifæri til að leika við eldri bróðir sinn Atla Guðnason í FH.
,,Það verður gaman. Það verður tekið á honum í Krikanum. Hann er samt svo pollrólegur að það er ekki hægt að æsa hann neitt upp," sagði Árni.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.