Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 02. ágúst 2010 17:37
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Sex tilboð bárust í Liverpool í síðustu viku
Mynd: Getty Images
Kínverski viðskiptajöfurinnn Kenny Huang er langt frá því að vera eini maðurinn sem vill kaupa Liverpool af Bandaríkjamönnunum Tom Hicks og George Gillett því nokkrir aðilar hafa sýnt félaginu áhuga. Það er Martin Broughton formaður félagsins sem leiðir söluferlið.

Eins og kom fram í morgun verðmetur Huang félagið á 350 milljónir punda og hefur lagt fram tilboð í gegnum fjárfestingafyrirtæki sitt, QSL Sports Ltd.

BBC sagði svo frá því nú undir kvöld að sex tilboð hafi borist í félagið í síðustu viku.

Broughton vinnur með fjárfestingabankanum Barclays Capital við söluferlið og mun velja fyrsta kost á meðal bjóðenda í næstu viku.

Huang mun hafa rætt við fulltrúa Royal Bank of Scotland í nokkrar vikur og ætlar sér að ná yfirtökum í félaginu sem hefur verið til sölu síðan í apríl. Sá banki er stærsti lánadrottinn félagsins sem skuldar bankanum 237 milljónir punda í gegnum eigendurna bandarísku.
banner
banner