Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   mán 02. maí 2011 08:00
Magnús Már Einarsson
Hin Hliðin - Atli Sigurjónsson (Þór)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hin Hliðin er alltaf á dagskrá á mánudögum á Fótbolta.net. Í dag sýnir Atli Sigurjónsson miðjumaður Þórs á sér hina hliðina.

Atli hefur leikið allan sinn feril með Þór en hann verður í eldlínunni með liðsfélögum sínum annað kvöld gegn Víkingi R. í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.

Smellið hér til að sjá hina hliðina á fleiri leikmönnum

Fullt nafn: Atli Sigurjónsson

Gælunafn: Leroy, kom til vegna þess að ég var lengi vel lítill sem er líkt orðinu Lita sem er seinna nafn Leroy Lita.

Aldur: 19 ára.

Giftur / sambúð? Nei ég er nú ekki kominn í handjárnin ennþá.
Börn: Einn guðson Emil Halldórsson.

Hvað eldaðir þú síðast? Ritz kex pizzur. Uppskrift ekki gefin upp en öllum velkomið að koma í mat.

Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Það fer alveg eftir því frá hvaða stað pantað er. Það er náttúrulega ekkert til að borða hér á Akureyri nema pizzur svo maður er alveg sjóaður í þessum efnum.

Uppáhaldssjónvarpsefni? Seríur á borð við Hæ gosa og Venna Páer. Allt sem Auddi og Sveppi gera er endalaust fyndið en þetta er nú ekki allt í sjónvarpinu eins og er, þannig að Jay Leno verður fyrir valinu.

Besta bíómyndin? Dude Where’s my car? er alltaf jafn góð. Síðan eru margar íslenskar myndir eins og Íslenski draumurinn, Ástrópía, Sódóma Reykjavík, Með allt á hreinu og fleiri.

Uppáhaldstónlistarmaður: Eminem stendur held ég upp úr. Annars er ég mjög hrifinn af íslenskri tónlist og þar eru Land og synir með Hreim í fararbroddi í uppáhaldi hjá mér.

Uppáhaldsdrykkur? Ég ætla nú ekki að fara ljúga hérna og segja vatn sem er þó alltaf besta svarið. Í augnablikinu er það Fanta fruit twist.

Uppáhalds vefsíða? Fótbolti.net stendur alltaf fyrir sínu. Svo á facebook sína góðu daga þegar maður fær poke og friend request það er mjög gaman og síðast en ekki síst youtube.com/flameboypro.

Frægasti vinur þinn á Facebook? Aron Einar Gunnarsson, Þórsari. Reyndar er ég líka með Klöru í Nylon kannski er hún frægari er ekki viss.

Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki ( ef já, hvernig þá)? Nei ég hef nú ekki haft tíma til að finna mér eitthvað svoleiðis, kannski ég þurfi að fara redda því.

Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Ekki hugmynd, ég hef hingað til ekki lagt mikið upp úr því.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? KA og sameinuðu liði Þórs og KA.

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? David Beckham var og er minn maður.

Erfiðasti andstæðingur? Held að þeir verði nokkrir erfiðir í sumar og þar verður mágur minn Halldór Hermann örugglega ofarlega.

Ekki erfiðasti andstæðingur? Það var eftirminnilegur reitarbolti á æfingu í fyrradag þar sem við náðum 95 og 2 klobbum á tvo félaga. Ætla nú ekki að nefna nein nöfn en fyrstu stafirnir eru Aleksander Linta og Dávid Disztl.

Besti samherjinn? 1990-91 Þórsararnir. Þá er ég reyndar búinn að telja upp meirihlutann af liðinu sem eru kannski leiðindi við aðra leikmenn sem eru allir mjög góðir líka.

Sætasti sigurinn? 4-3 leikurinn gegn Víkingi í fyrra var mjög skemmtilegur. Skora meira en hinir hefur oft verið mottóið okkar.

Mestu vonbrigði? Að silfurárgangur Þórs (1980) hafi aldrei náð að spila með gullárgangi Þórs (1991)

Hvað er þitt uppáhaldslið í enska boltanum? Man Utd.

Ef þú fengir að velja einn leikmann í heiminum í þitt lið. Hver yrði það? Aron Einar Gunnarsson, Þórsari. Það eru einhverjir leikmenn örugglega betri en hann en þeir myndu ekki smellpassa inn í liðið eins og hann.

Hvern í liðinu þínu myndir þú kjósa á þing? Ég kýs nú oftast að kjósa ekki en ef ég þyrfti að velja einn af okkur myndi ég treysta Atla Jens best í það verkefni.

Besti knattspyrnumaður Íslands í dag? Get nú ekki farið að segja Aron í þriðja skiptið því þá væri rassinn á honum orðinn ansi hreinn svo ég ætla gefa Eiði Smára þetta.

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Ágúst Eðvald Hlynsson, Þór.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni? Ég verð að gefa Gísla Páli þetta enda var hann mjög svekktur, vonsvikinn, leiður, móðgaður og pirraður yfir því að ég var kallaður súkkulaðidrengur frá Akureyri en ekki hann í útvarpsþættinum.

Fallegasta knattspyrnukonan? Eftir að Sara Björk vinkona mín fór út þá stendur Fanndís frænka Friðriksdóttir ein á toppnum.

Grófasti leikmaður deildarinnar? Ég hef nú ekki spilað marga leiki í þessari deild en mér skilst á Mána að Ásgeir Börkur sé eini karlmaðurinn í þessari deild.

Besti íþróttafréttamaðurinn? Gummi Ben, Þórsari.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Ég ætla nú ekki segja Gísli Páll því þá verður kærastan hans örugglega ekki sátt. Ætli Atli Jens taki ekki þennan titil enda með eindæmum fallegur og einstaklega orðheppinn.

Hefurðu skorað sjálfsmark? Nei aldrei lent í því.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það var í fyrra sem að Ítalinn okkar Joe, hefndi loks fyrir Palla Gísla þegar hann tók og stakk puttanum upp í afturendann á Dean Martin sem gerði það svo eftirminnilega við Palla hér um árið.

Hvenar lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? 16 ára. Kom þá inná og átti frábæra stungusendingu inná Hrein Hringsson sem nennti þó ekki að hlaupa á eftir henni.

Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Mér dettur bara ekkert í hug, er þetta ekki bara ágætt svona.

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Allt án bolta er ekki í sérstöku uppáhaldi. Og að vera inní í reitarbolta með Víkingi, það er ekki hægt.

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Það er annaðhvort afþreyingarstaðurinn Leroy’s eða Þórsvöllurinn. Annars held ég að Bandaríkin sé besti staður í heiminum ég hef bara aldrei farið þangað.

Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Ég er ekki nema 5-6 tíma að keyra mig í gang.

Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? David Beckham og King James.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Körfubolta aðallega, hef nú samt gaman af flestum íþróttum og var fastagestur í skautahöllinni í vetur þar sem við hirtum dolluna. #landsbyggdinadtakayfiriollumiþrottum

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik? Ég man það ekki alveg, ég fór á einhvern pepsi leik í fyrra en mig minnir að ég hafi svindlað mér inn.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Í sumar verð ég í adidas adipure.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? Mætingu aðallega en vinnusemi líka.

Vandræðalegasta augnablik? Í hvert einasta skipti sem ég er tekinn í viðtal kemur eitthvað skrautlegt út.

Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um: Ég er gáfaður. Fólk á erfitt með að trúa því enda leggja margir samasem merki milli þess að ná lífsleikni og að vera gáfaður.
banner
banner