,,Við vorum arfaslakir í dag. Við fórum ekki að gera neitt fyrr en síðasta korterið. Við hefðum getað stolið stigi og það hefði verið hrikalega sætt," sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður KR eftir 2-1 tapið gegn FH í kvöld.
Lestu um leikinn: FH 2 - 1 KR
,,Við höfum gert það áður í sumar að fá eitthvað út úr leikjum þar sem við höfum ekki verið að spila neinn glansleik og ég hélt að það myndi detta."
Eyjamenn náðu að skjótast á toppinn með úrslitum dagsins en KR-ingar eiga þó ennþá leik inni þegar fjórar umferðir eru eftir.
,,Þetta er ekki staðan sem við ætluðum að koma okkur í, við vorum í þægilegri stöðu. Það er aðeins meiri pressa og kannski var þetta það sem við þurftum."
,,Núna þurfum við virkilega að sýna úr hverju við erum gerðir því við ætlum að standa uppi sem sigurvegarar í haust."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.