Seinni umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld þegar leikið verður í riðlum E-H. Fjórir leikir verða sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 en þar á meðal verður leikur Zenit og Shaktar Donetsk sem verður í opinni dagskrá.
Aðalleikur kvöldsins er viðureing Arsenal og Marseille en enska liðið vann 1-0 sigur þegar liðin mættust í Frakklandi. Arsenal er efst í F-riðli með 7 stig en Marseiller er þar á eftir með 6 stig.
Tveir leikir verða sýndir beint í E-riðli. Þar er Chelsea efst með 7 stig og Bayer Leverkusen hefur 6 stig. Valencia er með 2 stig og Genk rekur lestina með aðeins eitt.
E-riðill:
19:45 Genk - Chelsea (Beint á Stöð 2 Sport 3)
19:45 Valencia - Bayer Leverkusen (Beint á Stöð 2 Sport 4)
F-riðill:
19:45 Arsenal - Marseille (Beint á Stöð 2 Sport)
19:45 Borussia Dortmund - Olympiakos
G-riðill:
17:00 Zenit Pétursborg - Shaktar Donetsk (Beint á Stöð 2 Sport (opin dagskrá))
19:45 Apoel Nicosia - Porto
H-riðill:
17:00 BATE Borisov - AC Milan
19:45 Plzen - Barcelona