Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
   lau 17. mars 2012 10:30
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Kristianstadsbladet 
Deilt um meiðsli Margrétar - Ekki hefð fyrir æfingum á Íslandi?
Margrét Lára Viðarsdóttir er bitbeinið í sænsku dagblaði útaf ummælum Bernd Schröder þjálfara hennar. Hér eru þau bæði  á innanhúsmóti í janúar.
Margrét Lára Viðarsdóttir er bitbeinið í sænsku dagblaði útaf ummælum Bernd Schröder þjálfara hennar. Hér eru þau bæði á innanhúsmóti í janúar.
Mynd: Getty Images
,,Það virðist ekki vera hefð fyrir því að æfa á Íslandi," sagði Bernd Schröder þjálfari þýska liðsins Potsdam sem Margrét Lára Viðarsdóttir leikur með í viðtali fyrir helgi en hann er ósáttur með ástandið á framherjanum sem hefur glímt við meiðsli undanfarin ár.

Segir vandamálið andlegt en ekki líkamlegt
Mikið er rætt um málið í sænska Kristianstadbladed þar sem rætt er við Schröder. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari Kristianstad og Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari íslenska landsliðsins svara svo fyrir sig þar.

,,Við erum topplið í Þýskalandi og Evrópu og því er krafan að þú æfir allavega venjulega til að geta staðið þig," hélt Schröder áfram en í blaðinu kemur fram að haft hafi verið samband frá íslenska landsliðinu og kvartað yfir of miklum æfingum. Því svaraði Schröder svo með ummælunum í upphafsorðunum, ,,það virðist ekki vera hefð fyrir því að æfa á Íslandi."

,,Við vinnum með henni daglega en skoðið Svíþjóð þar sem leikmenn sjá um alla þessa hluti sjálfir. Til að geta komist áfram í Meistaradeildinni og halda áfram að standa okkur er krafan að leggja sig 100% fram. Mér finnst sem vandamál Viðarsdóttur sé ekki líkamlegt heldur andlegt, við sjáum til hvort hún geti bráðlega verið byrjunarliðsmaður."

Elísabet segir ummælin sorgleg:

,,Það er sorglegt að lesa þetta," segir Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari Kristianstad í Svíþjóð um orð Schröder en Margrét Lára spilaði undir hennar stjórn áður en hún fór til Potsdam síðasta haust.

,,Það er ekki satt að þetta sé andlegt. Ég hef mikið samband við MArgréti og þetta eru meiðsli sem hún hefur glímt við í fjögur ár. Meiðslin eru í bakinu en þau valda verk sem leiðir niður í fæturna. Það er allt önnur menning þarna í Þýskalandi."

Blaðið spyr Elísabetu svo hvort mögulegt sé að Margrét Lára sé að snúa þangað en hún útilokar það.

,,Nei Margrét er leikmaður annars liðs og mun uppfylla samning sinn fram í júní 2013. Hún mun ekki spila í treyju KDFF þegar deildin mun hefjast 9. apríl, það er 100%."

Sigurður Ragnar: Margrét æfir of mikið

Blaðið ræðir svo að lokum við Sigurð Ragnar Eyjólfsson þjálfara kvennalandslðsins sem gagnrýnir miklar æfingar þýska liðsins.

,,Þegar Margrét Lára Viðarsdóttir var í sínu besta standi hjá Kristianstad þá æfði hún bara með fótbolta," sagði Sigurður Ragnar.

,,Að æfa stundum þrisvar á dag og spila svo leiki, teljum við of mikið fyrir hana."

Hann segir svo að þegar Margrét Lára var með landsliðinu á Algarve Cup fyrr í mánuðinum hafi hún þurft að súpa seyðið af of miklum æfingum.

,,Margrét hafði æft of mikið og þurfti endurhæfingu á mieðslum sínum. Við gátum bara notað hana í einum of hálfum leik," sagði Sigurður Ragnar sem segist svo hafa hringt til Schröder í Berlín til að gagnrýna æfingarnar.

,,Hún er búin að æfa of mikið, það er mikilvægast að Margrét snúi aftur úr meiðslunum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner