Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   mán 11. júní 2012 23:21
Anton Ingi Leifsson
Jón Páll: Dómarinn er heigull
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Jón Páll Pálmason, þjálfari Fylkis, var öskuillur eftir tapleik liðsins gegn Val í kvöld, 4-0.

„Ég er mjög leiður að tapa hérna í kvöld. Það er ekki spurning," sagði Jón Páll við Fótbolta.net að leik loknum.

„Ég get alltaf fundið jákvæða punkta. Fylkisliðið barðist hérna í 90 mínútur plús, þótt þær væru fjórum mörkum undir og einum manni færri, þá var allt gefið í hérna allan leikinn. Við eigum skot í slá á síðustu sekúndunni og þær gefast ekkert upp."

Jón Páll leyndi ekki óánægju sinni með dómara leiksins í kvöld.

„Það sem er að gerast hérna í leiknum er það að þegar Valsliðið kemur í leiki, en þetta er ég bara búin að sjá eftir að hafa horft á Valsliðið í mörg ár. Þær nöldra í dómaranum alveg grimmt, það er hliðarlínan og allir leikmennirnir og taktískt að tuða í dómaranum. Það sem gerist þegar kvenfólk tuðar í karlmönnum að þeir annað hvort bogna og gefa eftir, eða þeir forheldast í skoðun sinni og verða gjörsamlega óþolandi."

„Það sem gerist hér er að hann dæmir alltaf þegar Valsstelpurnar detta, þegar við látum í okkur heyra þá er það spjald. Við fáum fjögur spjöld, þegar við förum í tæklingar, þá er dæmt brot. Það sem dómarinn gerir, er að hann er bara heigull, algjör heigulskapur. Hann bognar undir vælinu í Valsstelpunum, hann forhelist í vælinu í okkur. Ég er endalaust að hlusta á væl í kvennaboltanum."

„Stöð 2 ætti að mæta hérna, sýna leikina og vera með míkrafón inná vellinum því þar er alvöru væl. Þeir ættu að sjá hvernig þessir herramenn taka á þessu. Ég held að það væri langbest að fá heyrnalausa menn að dæma leikinn, ekki heyra vælið.. og með pung til að dæma helvítis leikinn eins og menn,"
sagði öskuillur Jón Páll að lokum við Fótbolta.net.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner