Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   mán 11. júní 2012 23:21
Anton Ingi Leifsson
Jón Páll: Dómarinn er heigull
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Jón Páll Pálmason, þjálfari Fylkis, var öskuillur eftir tapleik liðsins gegn Val í kvöld, 4-0.

„Ég er mjög leiður að tapa hérna í kvöld. Það er ekki spurning," sagði Jón Páll við Fótbolta.net að leik loknum.

„Ég get alltaf fundið jákvæða punkta. Fylkisliðið barðist hérna í 90 mínútur plús, þótt þær væru fjórum mörkum undir og einum manni færri, þá var allt gefið í hérna allan leikinn. Við eigum skot í slá á síðustu sekúndunni og þær gefast ekkert upp."

Jón Páll leyndi ekki óánægju sinni með dómara leiksins í kvöld.

„Það sem er að gerast hérna í leiknum er það að þegar Valsliðið kemur í leiki, en þetta er ég bara búin að sjá eftir að hafa horft á Valsliðið í mörg ár. Þær nöldra í dómaranum alveg grimmt, það er hliðarlínan og allir leikmennirnir og taktískt að tuða í dómaranum. Það sem gerist þegar kvenfólk tuðar í karlmönnum að þeir annað hvort bogna og gefa eftir, eða þeir forheldast í skoðun sinni og verða gjörsamlega óþolandi."

„Það sem gerist hér er að hann dæmir alltaf þegar Valsstelpurnar detta, þegar við látum í okkur heyra þá er það spjald. Við fáum fjögur spjöld, þegar við förum í tæklingar, þá er dæmt brot. Það sem dómarinn gerir, er að hann er bara heigull, algjör heigulskapur. Hann bognar undir vælinu í Valsstelpunum, hann forhelist í vælinu í okkur. Ég er endalaust að hlusta á væl í kvennaboltanum."

„Stöð 2 ætti að mæta hérna, sýna leikina og vera með míkrafón inná vellinum því þar er alvöru væl. Þeir ættu að sjá hvernig þessir herramenn taka á þessu. Ég held að það væri langbest að fá heyrnalausa menn að dæma leikinn, ekki heyra vælið.. og með pung til að dæma helvítis leikinn eins og menn,"
sagði öskuillur Jón Páll að lokum við Fótbolta.net.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner