Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mán 11. júní 2012 23:21
Anton Ingi Leifsson
Jón Páll: Dómarinn er heigull
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Jón Páll Pálmason, þjálfari Fylkis, var öskuillur eftir tapleik liðsins gegn Val í kvöld, 4-0.

„Ég er mjög leiður að tapa hérna í kvöld. Það er ekki spurning," sagði Jón Páll við Fótbolta.net að leik loknum.

„Ég get alltaf fundið jákvæða punkta. Fylkisliðið barðist hérna í 90 mínútur plús, þótt þær væru fjórum mörkum undir og einum manni færri, þá var allt gefið í hérna allan leikinn. Við eigum skot í slá á síðustu sekúndunni og þær gefast ekkert upp."

Jón Páll leyndi ekki óánægju sinni með dómara leiksins í kvöld.

„Það sem er að gerast hérna í leiknum er það að þegar Valsliðið kemur í leiki, en þetta er ég bara búin að sjá eftir að hafa horft á Valsliðið í mörg ár. Þær nöldra í dómaranum alveg grimmt, það er hliðarlínan og allir leikmennirnir og taktískt að tuða í dómaranum. Það sem gerist þegar kvenfólk tuðar í karlmönnum að þeir annað hvort bogna og gefa eftir, eða þeir forheldast í skoðun sinni og verða gjörsamlega óþolandi."

„Það sem gerist hér er að hann dæmir alltaf þegar Valsstelpurnar detta, þegar við látum í okkur heyra þá er það spjald. Við fáum fjögur spjöld, þegar við förum í tæklingar, þá er dæmt brot. Það sem dómarinn gerir, er að hann er bara heigull, algjör heigulskapur. Hann bognar undir vælinu í Valsstelpunum, hann forhelist í vælinu í okkur. Ég er endalaust að hlusta á væl í kvennaboltanum."

„Stöð 2 ætti að mæta hérna, sýna leikina og vera með míkrafón inná vellinum því þar er alvöru væl. Þeir ættu að sjá hvernig þessir herramenn taka á þessu. Ég held að það væri langbest að fá heyrnalausa menn að dæma leikinn, ekki heyra vælið.. og með pung til að dæma helvítis leikinn eins og menn,"
sagði öskuillur Jón Páll að lokum við Fótbolta.net.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner