Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mán 11. júní 2012 23:21
Anton Ingi Leifsson
Jón Páll: Dómarinn er heigull
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Jón Páll Pálmason, þjálfari Fylkis, var öskuillur eftir tapleik liðsins gegn Val í kvöld, 4-0.

„Ég er mjög leiður að tapa hérna í kvöld. Það er ekki spurning," sagði Jón Páll við Fótbolta.net að leik loknum.

„Ég get alltaf fundið jákvæða punkta. Fylkisliðið barðist hérna í 90 mínútur plús, þótt þær væru fjórum mörkum undir og einum manni færri, þá var allt gefið í hérna allan leikinn. Við eigum skot í slá á síðustu sekúndunni og þær gefast ekkert upp."

Jón Páll leyndi ekki óánægju sinni með dómara leiksins í kvöld.

„Það sem er að gerast hérna í leiknum er það að þegar Valsliðið kemur í leiki, en þetta er ég bara búin að sjá eftir að hafa horft á Valsliðið í mörg ár. Þær nöldra í dómaranum alveg grimmt, það er hliðarlínan og allir leikmennirnir og taktískt að tuða í dómaranum. Það sem gerist þegar kvenfólk tuðar í karlmönnum að þeir annað hvort bogna og gefa eftir, eða þeir forheldast í skoðun sinni og verða gjörsamlega óþolandi."

„Það sem gerist hér er að hann dæmir alltaf þegar Valsstelpurnar detta, þegar við látum í okkur heyra þá er það spjald. Við fáum fjögur spjöld, þegar við förum í tæklingar, þá er dæmt brot. Það sem dómarinn gerir, er að hann er bara heigull, algjör heigulskapur. Hann bognar undir vælinu í Valsstelpunum, hann forhelist í vælinu í okkur. Ég er endalaust að hlusta á væl í kvennaboltanum."

„Stöð 2 ætti að mæta hérna, sýna leikina og vera með míkrafón inná vellinum því þar er alvöru væl. Þeir ættu að sjá hvernig þessir herramenn taka á þessu. Ég held að það væri langbest að fá heyrnalausa menn að dæma leikinn, ekki heyra vælið.. og með pung til að dæma helvítis leikinn eins og menn,"
sagði öskuillur Jón Páll að lokum við Fótbolta.net.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner