Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
   fös 12. október 2012 21:14
Magnús Már Einarsson
Geir Þorsteins: Lítum þetta alvarlegum augum
Magnús Már Einarsson skrifar frá Albaníu
Voltaren
Geir Þorsteinsson.
Geir Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég hef sjaldan verið jafn stoltur af íslenska landsliðinu og í kvöld. Við vorum í mótbyr frá fyrstu stundu út af óheppilegum atvikum í dag og veðrið var mjög erfitt fyrir knattspyrnu. Allan leikinn fannst mér við vera betri, sýndum meiri karakter og spiluðum vel útfærðan leik. Ég er virkilega stoltur og ánægður með þessi stig," sagði Geir Þorsteinsson formaður KSÍ við Fótbolta.net eftir 2-1 sigur Íslands á Albaníu í kvöld.

Ummæli Arons Einars Gunnarssonar landsliðsfyrirliða í viðtali við Fótbolta.net í gær hafa verið mikið til umfjöllunar í dag en Geir var ánægður með hvernig Aron og aðrir leikmenn Íslands brugðust við í kvöld.

,,Ég hefði kostið að undirbúningurinn hefði verið betri en ég dáist af strákunum. Það var annað hvort að þetta hefði mikil áhrif á liðið eða að þeir myndu þjappa sér saman sem þeir gerðu. Mér fannst Aron rísa undir því á leikvellinum að vera fyrirliði en síðan eru aðrir hlutir sem við verðm að skoða."

Geir vill ekki svara því fyrir vissu hvort Aron verði áfram fyrirliði íslenska landsliðsins eða ekki.

,,Hann er kominn í leikbann og verður ekki með á móti Sviss. Við skoðum málið og förum yfir þetta. Við getum ekki undirbúið okkur á þennan hátt eins og í dag."

Geir stóð í ströngu í dag en hann ræddi meðal annars við formann knattspyrnusambands Albaníu vegna málsins.

,,Það hafa komið mikið af skeytum og símtölum sem eðlilegt er. Ég hef unnið að því að biðjast afsökunar sem gerðist í gær og formaður knattspyrnusambandsins hér var sáttur við mig eins og hægt var fyrir leikinn. Ég lagði mikla áherslu á það. Ég þekki hann vel og við kvöddumst sáttir fyrir leikinn."

Geir segir að Albanir erfi ekki ummæli Arons og hann segir að KSÍ erfi ekki mistök sem urðu fyrir leikinn í kvöld.

,,Þeir gerðu mistök fyrir leik sem við munum ekki erfa við þá. Þeir settu þjóðfána Slóveníu út á völlinn í stað íslenska fánans. Ég brást snöggt við í stúkunni og hrópaði á þá. Þeir voru snöggir, rétt áður en liðið okkar labbaði út, að koma með íslenska fánann og við löbbuðum út undir réttum fána."

,,Það geta allir gert mistök, þeir læra af sínum og við lærum af okkar. Okkar voru alvarleg og bæði ég og þjálfarinn lítum þeim alvarlegum augum. Við getum ekki undirbúið okkur eða komið fram á þennan hátt."


Hér að ofan má sjá viðtalið við Geir í heild sinni.
Athugasemdir
banner