,,Ég spilaði ekki nógu í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar svo mér fannst fínt skref að koma í fyrstu deildina. Þetta verður spennandi í sumar og krefjandi verkefni," sagði Andri Freyr Björnsson við Fótbolta.net eftir að hann skrifaði undir tveggja ára samning við BÍ/Bolungarvík í dag.
Eitt félag í Pepsi-deildinni og eitt félag í fyrstu deildinni vildu fá Andra en hann ákvað að semja við BÍ/Bolungarvík og stefnir hátt með liðinu.
,,Við stefnum á að blanda okkur í efri hlutann og vera með lið í efri hlutanum. Vonandi styrkjum við okkur vel og blöndum okkur í toppbaráttuna."
Andri Freyr hefur leikið með Selfyssingum allan sinn meistaraflokksferil en hann hætti þar í ágúst eftir að hafa fengið lítið að spila.
,,Það gekk ýmislegt á síðasta sumar svo ég ákvað að skilja við þá og fara í BÍ."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir