Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fös 22. nóvember 2013 12:30
Magnús Már Einarsson
Sam Tillen spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Sam Tillen.
Sam Tillen.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sam spáir Manchester City sigri gegn Tottenham.
Sam spáir Manchester City sigri gegn Tottenham.
Mynd: Getty Images
Gunnleifur Gunnleifsson fékk einungis einn réttan þegar hann spáði í síðustu umferð í enska boltanum.

Sam Tillen, vinstri bakvörður FH, fær það verkefni að spá í leiki helgarinnar að þessu sinni.

Hann spáir Liverpool sigri í grannaslagnum gegn Everton og hann spáir því að Manchester City muni vinna Tottenham.



Everton 0 - 2 Liverpool (12:45 á morgun)
Suarez og Sturridge munu klára þetta fyrir Liverpool.

Arsenal 2 - 0 Southampton (15:00 á morgun)
Arsenal mun koma til baka eftir tapið gegn Manchester United og vinna þægilegan heimasigur.

Swansea 1 - 2 Fulham (15:00 á morgun)
Meulensteen er kominn í þjálfaralið Fulham og hann á eftir að hjálpa þeim að snúa genginu við. Fulham hefur góða leikmenn, sérstaklega sóknarlega, þeir þurfa bara að ná betur saman.

Hull 2 - 0 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Þetta er í heimasigur. Crystal Palace er í miklum vandræðum.

Newcastle 3 - 0 Norwich (15:00 á morgun)
Norwich er í basli á meðan það er óstöðugleiki hjá Newcastle. Ég held samt að Newcastle klári þetta.

Stoke 1 - 1 Sunderland (15:00 á morgun)
Bæði lið þurfa stig og þau munu vera varkár í þessum leik.

West Ham 1 - 2 Chelsea (17:30 á morgun)
Þetta eru alltaf stórir leikir í London. Chelsea mun vinna 2-1 baráttusigur.

Manchester City 2 - 1 Tottenham (13:30 á sunnudag)
Gylfi mun skora fyrir Tottenham en það dugir ekki til því Manchester City vinnur.

Cardiff 0 - 2 Manchester United (16:00 á sunnudag)
Þetta verður erfiður leikur fyrir United en ég held að þeir vinni. Robin van Persie skorar bæði mörkin.

WBA 1 - 0 Aston Villa (20:00 á mánudag)
Þetta er nágrannaslagur í miðlöndum og ég held að heimavöllurinn skili WBA sigri.

Eldri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Doddi litli - 6 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Gísli Marteinn Baldursson - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson - 4 réttir
Gunnleifur Gunnleifsson - 1 réttur
Athugasemdir
banner
banner
banner