Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   fös 29. nóvember 2013 14:00
Elvar Geir Magnússon
Freyr Alexandersson spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Freyr er stuðningsmaður Liverpool.
Freyr er stuðningsmaður Liverpool.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Á meðan Aron Einar situr á bólstruðum bekknum þá vinna þeir ekki Arsenal.
„Á meðan Aron Einar situr á bólstruðum bekknum þá vinna þeir ekki Arsenal."
Mynd: Getty Images
Sam Tillen náði aðeins fjórum réttum í síðustu umferð en vonandi gengur næsta spámanni betur. Það er Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis í Breiðholti og íslenska kvennalandsliðsins.

Norwich 1 - 2 Crystal Palace (á morgun 15)
Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið sem eru ekki beint mikið í því að næla sér í stig. Palace spilar í svo fallegum búningum svo ég vonast eftir þremur stigum fyrir þá.

Cardiff 0 - 3 Arsenal (á morgun 15)
Leikmenn Cardiff voru ferskir gegn Man U. En á meðan Aron Einar situr á bólstruðum bekknum þá vinna þeir ekki Arsenal, það er alveg á hreinu.

Aston Villa 2 - 1 Sunderland (á morgun 15)
Villa skellti Sunderland í lok apríl 2013. Held að þeir séu að fara landa þremur stigum á Villa Park.

Everton 1 - 1 Stoke (á morgun 15)
Ég er hrifinn af handbragði Martinez og ekki er ég mikill aðdáandi Stoke. Jafntefli verður niðurstaðan.

West Ham 2 - 0 Fulham (á morgun 15)
Bæði lið í stöggli, verða að ná sér í sigur. Ég hef alltaf verið skotinn í West Ham og vonast eftir sigri heimamanna.

Newcastle 3 - 1 West Brom (á morgun 17:30)
Newcastle er með sterkara lið og spilae heima í norðrinu. Sigur hjá Alan Pardew og félögum.

Tottenham 0 - 0 Man Utd (sunnudag 12)
Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir AVB og Tottenham, held að "sérfræðingurinn" frá Portúgal sé að missa tökin á þessu, því miður. Skotinn fer varlega í leikinn og við fáum steindautt jafntefli.

Hull 1 - 4 Liverpool (sunnudag 14)
Þetta er einfalt. Liverpool vinnur solid sigur.

Man City 2 - 0 Swansea (sunudag 16:15)
City að detta í spænska rútínu og eru sjóðheitir. Sigla þessum þremur stigum örugglega heim gegn lánlausum Swansea mönnum.

Chelsea 2 - 1 Southampton (sunnudag 16:15)
Alltaf þegar Chelsea spilar heima þá hef ég trú á því að þeir vinni. Þannig er það einnig á móti mjög spennandi liði Soton.

Eldri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Doddi litli - 6 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Gísli Marteinn Baldursson - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Sam Tillen - 4 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson - 4 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner