Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 06. desember 2013 15:00
Elvar Geir Magnússon
Magnús Halldórsson spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Magnús Halldórsson, blaðamaður á Kjarnanum.
Magnús Halldórsson, blaðamaður á Kjarnanum.
Mynd: Aðsend mynd
Gæti orðið erfitt í janúar að halda Suarez ef hann heldur áfram að spila eins vel og hann hefur gert.
Gæti orðið erfitt í janúar að halda Suarez ef hann heldur áfram að spila eins vel og hann hefur gert.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Mynd: Getty Images
Magnús Halldórsson, blaðamaður á Kjarnanum, er mikill fótboltaáhugamaður enda starfaði hann áður sem íþróttafréttamaður á Fréttablaðinu.

Magnús er spámaður helgarinnar og reynir að gera betur en Gary Martin sem krækti í sex rétta þegar hann spáði í þá leiki sem voru í miðri viku.

Man Utd 3 - 1 Newcastle (á morgun 12:45)
Níunda sæti eftir 14 leiki er ekki eðlilegt fyrir Man. Utd. En nú fer sá tímapunktur að nálgast þar sem Man. Utd. vélin byrjar að malla, miðað við reynslu síðustu tveggja áratuga. Mér hefur fundist liðið vera í erfiðleikum á miðjunni, vantar einhvern "tempó" stjórnanda þar, enginn Scholes og Carrick hefur ekki verið með að undanförnu. Ef Van Persie er með, þá er Man. Utd. alltaf líklegt til sigurs.

Crystal Palace 2 - 1 Cardiff (á morgun 15).
C. Palace er eingöngu baráttulið og verður að vinna heimaleik gegn Cardiff til þess að geta möguleika hangið í deildinni. Tippa á heimasigur í baráttuleik.

Southampton 1 - 2 Man City (á morgun 15)
Manchester City er byrjað að spila betur núna, leikmenn að ná betur saman en í fyrstu, sýnist manni. Aguero og Yaya Toure eru líka það góðir í fótbolta, að lið með þá innanborðs getur alltaf unnið. Síðan eru hinir leikmennirnir margir frábærir líka. Þrátt fyrir að Dýrlingarnir séu búnir að spila vel, þá mæta þeir ofjörlum sínum.

Liverpool 3 - 0 West Ham (á morgun 15)
Liverpool verður að vinna þennan leik og gerir það, með Suarez fremstan í flokki. Hversu lengi getur Liverpool verið með hann innanborðs utan Meistaradeildarinnar? Þetta tímabil er síðasti sénsinn fyrir Liverpool að koma sér almennilega í toppslaginn, bæði í deildinni og líka á leikmannamarkaðnum. Gæti orðið erfitt í janúar að halda Suarez ef hann heldur áfram að spila eins vel og hann hefur gert. Liðið lítur ágætlega út, en stundum hrynur leikur liðsins og miðjumennirnir gjörsamlega koðna, meira að segja á móti Hull.

Stoke 1 - 1 Chelsea (á morgun 15)
Stoke er leiðinlegt lið en getur verið erfitt við að eiga. Sérstaklega þegar tæklingarnar eru í forgangi. Jafntefli verður niðurstaðan.

West Brom 2 - 1 Norwich (á morgun 15)
W.B.A. hefur verið að spila góðan fótbolta á þessu tímabili, í það minnsta inn á milli. Spái góðu heimasigri, en hann verður torsóttur. Norwich mun reyna að rífa sig upp eftir að Suarez rotaði liðið með rosalegum leik í síðustu umferð.

Sunderland 2 - 1 Tottenham (á morgun 17:30)
Tottenham hefur ekki heillað mig neitt á þessu tímabili en leikmannahópurinn er góður. Ég ætla að spá óvæntum sigri Sunderland. Vonandi fær Gylfi tækifæri í liði Tottenham og spilar vel. Hann þarf að fá fleiri leiki í byrjunarliðinu og spila marga leiki í röð. Þá getur hann vafalaust orðið einn besti leikmaður liðsins.

Fulham 0 - 1 Aston Villa (sunnudag 13:30)
Aston Villa með barningssigur.

Arsenal 3 - 2 Everton (sunnudag 16)
Mjög athyglisverður leikur. Everton hefur spilað vel á tímabilinu og það sem meira er; oft á tíðum skemmtilegan fótbolta. Hápressa ofarlega á vellinum, eins og gaf góða raun gegn Man. Utd. Arsenal liðið hefur sýnt meiri stöðugleika og hefur marga leikmenn innanborðs sem geta skipt sköpum. Miðja liðsins er ógnarsterk.

Swansea 2 - 0 Hull (mánudag 20)
Swansea spilar stundum vel, en líka stundum illa. Sveiflukenndur leikur. Spái því að þetta verði dagur heimamanna sem nái þremur dýrmætum stigum.

Eldri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Doddi litli - 6 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Freyr Alexandersson - 6 réttir
Gary Martin - 6 réttir
Gísli Marteinn Baldursson - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Sam Tillen - 4 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson - 4 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner