Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 03. desember 2013 14:00
Magnús Már Einarsson
Gary Martin spáir í leiki vikunnar á Englandi
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rooney verður í stuði gegn gömlu félögunum í Everton samkvæmt spá Gary.
Rooney verður í stuði gegn gömlu félögunum í Everton samkvæmt spá Gary.
Mynd: Getty Images
Freyr Alexandersson krækti í sex rétta þegar hann spáði í spilin í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Í kvöld hefst 14. umferðin með leik Crystal Palace og West Ham en annað kvöld eru níu leikir á dagskrá.

Gary Martin, framherji KR, hefur spáð í leikina sem eru framundan og hann mun reyna að ná betri árangri en Freyr.

Crystal Palace 2 - 2 West Ham (20:00 í kvöld)
Þetta verður spennandi og skemmtilegur leikur. Týpískur grannaslagur.

Arsenal 3 - 0 Hull (19:45 á morgun)
Arsenal er í stuði og Ramsey hefur farið á kostum. Miðað við frammistöðu hans þá þarf ég að skoða að byrja að spila í Pretador skóm eins og hann.

Liverpool 3 - 1 Norwich (19:45 á morgun)
Ég get ekki séð að Liverpool tapi tveimur leikjum í röð. Þeir eru með mun meiri gæði en Norwich og vinna auðveldlega.

Manchester United 2 - 1 Everton (19:45 á morgun)
United þarf að komast aftur á sigurbraut. Ég held að Lukaku og Rooney muni hafa mikil í þessum leik.

Southampton 2 - 2 Aston Villa (19:45 á morgun)
Southampton hefur gengið frábærlega hingað til en ég held að Villa nái einhverju úr þessum leik.

Stoke 1 - 1 Cardiff (19:45 á morgun)
Leiðinlegur leikur. Cardiff mun mæta með gott leikplan og stela jafntefli.

Sunderland 1 - 3 Chelsea (19:45 á morgun)
Chelsea er með stóran hóp og geta gert breytingar. Þeir eru of sterkir fyrir Sunderland sem eru í miklum vandræðum á þessu tímabili.

Swansea 1 - 2 Newcastle (19:45 á morgun)
Newcastle er á fínu skriði á meðan Swansea er í basli með að spila bæði í Evrópudeildinni og í úrvalsdeildinni.

Fulham 1 - 3 Tottenham (20:00 á morgun)
Spurs eru of sterkir fyrir Fulham sem hafa ekki náð í mörg stig á tímabilinu.

WBA 0 - 2 Manchester City (20:00 á morgun)
City er á flugi þessa dagana og líkt og Chelsea hafa þeir stóran hóp og geta gert breytingar á liðinu og fengið góða menn inn.

Eldri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Doddi litli - 6 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Freyr Alexandersson - 6 réttir
Gísli Marteinn Baldursson - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Sam Tillen - 4 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson - 4 réttir
Athugasemdir
banner
banner
banner